Microlife BP A7 Touch Instructions Manual page 83

Hide thumbs Also See for BP A7 Touch:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Minni fullt
Gættu þess að vista ekki fleiri mælingar en sem nemur 99
mælinga gagnaminni tækisins fyrir hvern notanda. Þegar
99 mælingin hefur verið vistuð er elstu mælingunni
sjálfkrafa skipt út fyrir 100 mælinguna. Læknir ætti að
meta niðurstöður áður en hámarksgagnaminni er náð;
annars glatast upplýsingar.
Eyðing allra mælingarniðurstaðna
Fullvissaðu þig um að réttur notandi er valinn.
1. Taktu tækið úr lás AK og veldu því næst notanda 1 eða 2 með
notandamerki AP.
2. Haltu inni M-hnappinum AO þar til «CL» birtist og slepptu þá
hnappinum.
3. Til að eyða öllum mælingarniðurstöðum varanlega fyrir valinn
notanda skaltu ýta á M-hnappinn á meðan «CL» blikkar.
Hætta við að eyða: ýttu á ræsingar-/stöðvunarhnappinn AM
á meðan «CL» blikkar.
Ekki er hægt að eyða einstökum mælingarniðurstöðum.
9. Rafhlöðumælir og skipt um rafhlöðu
Rafhlöður næstum tómar
Þegar um það bil ¾ af orku rafhlöðunnar hafa verið nýttir, blikkar
rafhlöðutáknið BT um leið og kveikt er á tækinu (myndin sýnir
rafhlöðu fyllta að hluta til). Tækið heldur áfram að mæla rétt, en
engu að síður er ráðlegt að verða sér úti um nýjar rafhlöður.
Rafhlöður tómar – skipt um
Þegar rafhlöðurnar hafa tæmst blikkar rafhlöðutáknið BT um leið
og kveikt er á tækinu (myndin sýnir tóma rafhlöðu). Þá er ekki hægt
að gera frekari mælingar og skipta verður um rafhlöður.
1. Opnaðu rafhlöðuhólfið 5 aftan á tækinu.
2. Skiptu um rafhlöður – og gættu þess að þær snúi rétt eins og
táknin í rafhlöðuhólfinu sýna.
3. Stilling dagsetningar og tíma fylgir sama ferli og lýst er í «kafla 3.».
Minnið geymir áfram allar mælingar en endurstilla þarf
dagsetningu og tíma – þess vegna blikkar ártalið sjálfkrafa
þegar skipt hefur verið um rafhlöður.
Hvernig rafhlöður og hvernig skal meðhöndla þær?
Notaðu 4 nýjar og endingargóðar 1.5 V alkalín rafhlöður í
stærð AAA.
Notaðu ekki rafhlöðurnar lengur en fram að síðasta söludegi
þeirra.
BP A7 Touch
Taktu rafhlöðurnar úr blóðþrýstingsmælinum ef ekki á að
nota hann tímabundið.
Notkun endurhlaðanlegra rafhlaða
Þú getur einnig notað endurhlaðanlegar rafhlöður í tækið.
Notaðu eingöngu endurhlaðanlegar rafhlöður af tegundinni
«NiMH».
Ef táknið sem gefur til kynna að rafhlöður séu tómar birtist
þarf að fjarlægja rafhlöðurnar og endurhlaða þær. Þær
mega ekki vera áfram í tækinu vegna þess að þá geta þær
skemmst (tæmst algjörlega vegna smávægilegrar
rafmagnsnotkunar tækisins, jafnvel þótt slökkt sé á því).
Fjarlægðu alltaf endurhlaðanlegar rafhlöður ef ekki á að
nota tækið í viku eða lengur.
Ekki er hægt að hlaða rafhlöður í blóðþrýstingsmælinum.
Hlaða ber rafhlöður í sérstöku hleðslutæki og nota þær í
samræmi við leiðbeiningar um hleðslu, viðhald og endingu.
10. Notkun straumbreytis
Nota má tækið með Microlife-straumbreyti (DC 6V, 600 mA).
Notaðu einungis upprunalegan Microlife straumbreyti sem
seldur er í samræmi við þá rafspennu sem notuð er í hverju
landi.
Gættu þess að engar skemmdir séu á straumbreytinum eða
leiðslum hans.
1. Tengdu straumbreytinn við þar til gerða innstungu 4 á
blóðþrýstingsmælinum.
2. Settu straumbreytinn í samband.
Þegar straumbreytirinn er í sambandi notar tækið ekkert rafmagn
úr rafhlöðunum.
11. Villuboð
Ef villuboð koma fram meðan á mælingu stendur, stöðvast hún og
villuboðin birtast á skjánum, t.d. «ERR 3».
Villuboð Lýsing
Mögulegar ástæður og viðbrögð við þeim
«ERR 1» Of veikt
Hjartsláttarmerkin frá handleggsborðanum
merki
eru of veik. Komdu honum fyrir að nýju og
endurtaktu mælinguna.*
«ERR 2»
Villuboð
Meðan á mælingu stóð bárust villuboð til
handleggsborðans, til dæmis vegna
BQ
hreyfingar eða vöðvaspennu. Endurtaktu
mælinguna og haltu handleggnum í
kyrrstöðu.
IS
81

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents