Interacoustics AS608 Instructions For Use Manual page 151

Screening audiometer
Hide thumbs Also See for AS608:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
AS608/AS608e Notendaleiðbeiningar - íslenska
Dags.: 2011-02-15
Bls. 7/7
Verkreglur um almennt viðhald
Auka má endingartíma og öryggi tækisins með því að fylgja eftirfarandi tilmælum um umhirðu og
viðhald:
Mælt er með því að láta yfirfara tækið minnst einu sinni á ári, til þess að ganga úr skugga um að hljóð-
, raf- og vélrænir þættir þess séu í lagi. Vant fagfólk skal annast skoðunina svo að tryggt sé að rétt sé
að verki staðið.
Áður en tækið er tengt við rafmagn skal ganga úr skugga um að rafspenna (volt) á staðnum sé sú
sama og gefin er upp á tækinu.
Athugaðu hvort einangrunin á aðalsnúrunni eða tengjunum sé löskuð eða á henni sé eitthvert vélrænt
álag, sem gæti þýtt að hún sé skemmd.
Fyllsta rafmagnsöryggis er gætt með því að slökkva á tækinu, ef það er tengt við rafmagn, þegar það
er ekki í notkun.
Ekki hafa tækið nálægt hitagjafa og hafðu vel rúmt um það til að tryggja gott loftflæði.
Prófa þarf áreiðanleika tækisins með því að gera lífmælingar með reglulegu millibili á einstaklingi sem
gögn eru til um. Sá aðili má vera stjórnandi tækisins sjálf/ur.
Ef yfirborð tækisins eða hluta þess er óhreint, má hreinsa það með mjúkum klúti vættum í mildri
blöndu af vatni og uppþvottalegi eða álíka. Forðast skal notkun lífrænna leysiefna og ilmolía. Aftengdu
alltaf tækið frá rafmagni áður en það er hreinsað og gættu þess að enginn vökvi komist inn í innra
byrði tækisins eða aukahluta þess.
Eftir hverja skoðun á sjúklingi skal hreinsa tækið vandlega til að tryggja að ekkert smit verði af þeim
hlutum þess sem snerta sjúklinginn. Gera þarf almennar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að
sjúkdómar geti smitast á milli sjúklinga. Ef eyrnapúðarnir eða eyrnapinnarnir hafa óhreinkast, er
eindregið mælt með því að fjarlægja þá af merkjabreytinum áður en þeir eru hreinsaðir. Þrífa má þá oft
með vatni en einnig má þrífa þá af og til með mildu sótthreinsandi efni. Forðast skal notkun lífrænna
leysiefna og ilmolía.
Meðhöndla þarf heyrnartól og aðrar merkjabreytur mjög varlega, þar sem kvörðunin getur breyst ef
búnaðurinn verður fyrir höggi.

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

As608e

Table of Contents