3M Secure Click Manual page 36

Reusable half mask
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
staðsetjið ólarnar fyrir aftan hálsinn og krækið þeim saman.
Sjá mynd 3.
4. Dragið endana á ólunum til að stilla hversu þröngur
búnaðurinn er. Byrjið á stillipunktunum á höfuðhringnum og
færið ykkur að stillipunktunum fyrir aftan hálsinn. Herðið ekki
of mikið. Hægt er að losa um höfuðspöng/hálsól með því að
kreista flipa á sylgjunni á höfuðspönginni.
5. Framkvæmið prófun á yfir- og/eða undirþrýstingi í
andlitsþétti í hvert skipti sem öndunarhlífin er notuð.
Prófun á þéttleika
Prófun á undirþrýstingi í andlitsþétti
Ýtið laust á prófunarhnappinn á þéttinu og andið varlega að
ykkur (mynd 4). Ef þið finnið fyrir því að andlitshlífin dragist
lítillega saman og færist nær andlitinu án þess að loft leki á
milli andlits og andlitshlífar hefur búnaðurinn verið rétt stilltur.
Ef loft lekur út meðfram andlitsþéttinu skal endurstaðsetja
öndunarhlífina á andlitinu og/eða endurstilla spennu ólanna til
að stöðva loftlekann.
Endurtakið prófun á andlitsþétti þangað til rétt stilling finnst.
Prófun á yfirþrýstingi í andlitsþétti
Hyljið opið á hlífinni yfir útöndunarloka með hendinni og andið
varlega að ykkur (mynd 5). Ef andlitshlífin þenst svolítið út og
ekkert loft lekur á milli andlitsins og andlitshlífarinnar hefur
búnaðurinn verið rétt stilltur.
Ef loft lekur út meðfram andlitsþéttinu skal endurstaðsetja
öndunarhlífina á andlitinu og/eða endurstilla spennu ólanna til
að stöðva loftlekann.
Endurtakið prófun á andlitsþétti þangað til rétt stilling finnst.
Ef EKKI TEKST að láta hlífina passa rétt SKAL EKKI fara
inn á hættusvæði.
Prófun fyrir hvern notanda
Allir notendur ættu að máta öndunarhlíf til samræmis við
landslög.
Hafið samband við 3M til að fá nánari upplýsingar um
verkferli við prófun fyrir hvern notanda.
Aðeins fyrir HF-800SD
Notið HF-800-03 millistykki fyrir mælingarprófun ef
framkvæma á slíka prófun.
Hægt er að framkvæma mælingarprófun með 3M™
eigindlegum prófunarbúnaði FT-10 eða FT-30 ásamt
einhverjum af CE-merktu agnasíunum.
BÚNAÐURINN TEKINN AF
Takið ekki andlitshlífina eða síurnar niður fyrr en komið
er út fyrir mengaða svæðið.
1. Losið um spennuna á höfuðólunum.
2. Lyftið andlitsgrímunni gætilega frá andlitinu og fjarlægið
öndunarbúnaðinn með því að lyfta upp og frá andlitinu.
Leiðbeiningar fyrir nýja íhluti
Farga skal íhlutum öndunarhlífar, einkum inn- og
útöndunarlokum, og skipta um þá þegar þeir eru skemmdir.
Ef farga þarf íhlutum ætti að gera það í samræmi við
staðbundnar reglugerðir um heilsu- og öryggisvernd og
umhverfisvernd.
3M™ samstæða fyrir höfuðspöng og nýja lokahlíf
1. Fjarlægið samstæðu höfuðspangarinnar með því að nota
þumalinn til að ýta henni niður fyrir neðri hluta
andlitshlífarinnar og lyfta samstæðunni svo af andlitshlífinni.
(Mynd 6).
2. Skiptið um samstæðu höfuðspangar með því að staðsetja
pinnann á andlitshlífinni í grópinni efst á samstæðu
höfuðspangarinnar (mynd 7-1). Þrýstið neðri hluta samstæðu
höfuðspangarinnar inn í andlitshlífina (mynd 7-2). Þegar þetta
er rétt gert ætti að heyrast skýr smellur.
Skipt um útöndunarloka
1. Fjarlægið höfuðspöngina eins og lýst er hér á undan.
2. Fjarlægið útöndunarlokann úr lokasætinu með því að taka
utan um lokann og toga lokalegginn út úr lokasætinu (mynd 8).
3. Skiptið um lokann með því að stilla lokalegginn af svo hann
liggi við opið í miðju lokasætisins. Þrýstið lokastönginni í
gegnum opið á lokasætinu. Gangið úr skugga um að lokinn
sé fyllilega festur á lokastöngina og liggi flatur upp við
lokasætið.
4. Skiptið um samstæðu höfuðspangar eins og lýst er að
ofan.
ATHUGIÐ
Framkvæmið prófun á undirþrýstingi í andlitsþétti til að
ganga úr skugga um að útöndunarlokinn virki rétt.
Skipt um innöndunarloka
Innöndunarlokinn er staðsettur inni í andlitshlífinni fyrir ofan
útöndunarlokann. Skoðið innöndunarlokann fyrir hverja
notkun öndunarhlífarinnar og þegar hún er þrifin. Skiptið um
þegar loki er skemmdur eða týndur.
1. Fjarlægið fyrirliggjandi loka með því að taka utan um
lokann/lokana og toga hann/þá af miðjustönginni.
2. Skiptið um lokann með því að stilla lokalegginn af við gatið
á miðju lokasætinu (mynd 9). Þrýstið lokastönginni í gegnum
opið á lokasætinu (mynd 10). Gangið úr skugga um að
lokinn/lokarnir séu fyllilega festir á lokastöngina og liggi flatir.
Fjarlægja/skipta um himnu í talbúnaði
Fjarlægja: Snúið himnu í talbúnaði fjórðung úr snúningi
rangsælis og ýtið himnunni inn í andlitshlífina. Setja upp:
Stillið himnuna í talbúnaðinum af í samræmi við leiðbeiningar
á andlitshlífinni og snúið henni fjórðung úr snúningi réttsælis.
HREINSUN OG SÓTTHREINSUN
Mælt er með hreinsun eftir hverja notkun.
Nota skal 3M™ 105 klútinn til að hreinsa andlitsþéttið á
öndunarhlífinni.
Fjarlægið síurnar.
Ef nauðsyn krefur er einnig hægt að fjarlægja höfuðspöngina,
hlíf útöndunarlokans, útöndunarlokann, innöndunarlokana og
himnu í talbúnaði (ef slíkt er til staðar).
Hreinsið hluta (að síum undanskildum) með því að setja þá á
kaf í heita hreinsilausn (hitastig vatns má ekki vera hærra en
50°C) og burstið með mjúkum bursta.
Bætið við hlutlausu hreinsiefni ef þörf krefur.
Sótthreinsið öndunarhlíf með því að gegnbleyta hana í lausn
fjórgreinótts ammoníakhreinsiefnis eða natríumhýpóklóríðs
(30 ml/7,5 l) eða öðru sótthreinsiefni.
35

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents