3M Secure Click Manual page 35

Reusable half mask
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Slíkur búnaður er hannaður til að fjarlægja hættulegar
gastegundir, gufu og/eða agnir úr andrúmsloftinu.
^ Veitið viðvörunaryfirlýsingum sérstaka athygli þar sem í
þær er vísað.
^ VIÐVARANIR OG
TAKMARKANIR
• Rétt val, þjálfun, notkun og viðeigandi viðhald eru allt
nauðsynlegir þættir til að varan geti varið notandann
fyrir tilteknum aðskotaefnum í lofti. Ef öllum
notkunarleiðbeiningum þessarar öndunarhlífar er ekki
fylgt og/eða ef hún er ekki höfð rétt á í heild sinni allan
váhrifatímann getur það haft alvarleg áhrif á heilsufar
notandans og leitt til alvarlegra eða lífshættulegra
sjúkdóma eða varanlegrar fötlunar.
• Gangið ávallt úr skugga um að varan í heild sinni:
– henti notkun hverju sinni,
– passi vel,
– sé notuð allan váhrifatímann og
– sé endurnýjuð eftir þörfum.
• Til að varan henti og sé notuð rétt skal fylgja staðbundnum
reglugerðum og fara eftir öllum upplýsingum sem með henni
fylgja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá
öryggissérfræðingi/fulltrúa 3M (upplýsingar um tengiliði á
staðnum).
• Fyrir notkun verður notandinn að hljóta þjálfun í notkun
vörunnar í heild sinni í samræmi við gildandi leiðbeiningar og
staðla um heilbrigði og öryggi.
• Notið aðeins með 3M™ síum og varahlutum og fylgihlutum
sem talin eru upp og innan þeirra notkunarskilyrða sem fram
koma í tæknilýsingunni.
• Ekki má breyta þessari vöru. Notið aðeins upprunalega
varahluti frá 3M við viðgerðir.
• Viðhald, þjónusta og viðgerðir ættu að vera í höndum
sérþjálfaðs starfsfólks.
• Almennt eftirlit þarf að framkvæma fyrir notkun eða
mánaðarlega ef tækið er ekki í stöðugri notkun. Sjá ítarlegri
lýsingar í leiðbeiningum um skoðun.
• Notið ekki í andrúmslofti þar sem súrefnisinnihald er minna
en 19,5%. (Skilgreining frá 3M. Í hverju landi fyrir sig kunna
að vera í gildi aðrar takmarkanir hvað varðar súrefnisskort.
Leitið ráða ef vafi leikur á málum).
• Notið ekki í súrefnisauðguðu andrúmslofti.
• Notið ekki sem öndunarhlíf gegn mengunarvöldum í
lofti/styrkleikum sem eru óþekktir eða umsvifalaust hættulegir
lífi eða heilsu (IDLH), né gegn mengunarvöldum í
lofti/styrkleikum sem mynda háan hita í snertingu við síur
með íðefnum.
• Veljið og notið viðeigandi vörn nálægt neistum og/eða
logum.
• Hafið samband við tækniþjónustu 3M ef fyrirhuguð er
notkun á sprengihættustað.
• Notið ekki yfir skegg eða annað andlitshár sem gæti
hamlað snertingu á milli andlits og vörunnar og þannig
komið í veg fyrir góða þéttingu.
• Yfirgefið mengaða svæðið umsvifalaust ef:
a) erfitt verður að anda eða vart verður við aukið
öndunarviðnám,
b) vart verður við svima eða önnur óþægindi,
c) vart verður við lykt eða bragð af aðskotaefnum eða ertingu.
d) loftstreymi í andlitshlífina minnkar eða hættir alveg,
e) einhver hluti kerfisins skemmist.
• Innlendar reglugerðir kunna að kveða á um tilteknar
takmarkanir hvað varðar notkun sía, eftir síuflokkun og þeirri
andlitshlíf sem notuð er. Notkun hvers kyns samsetninga á
3M™ andlitshlífum / síum ætti að vera í samræmi við gildandi
heilsu- og öryggisverndarstaðla, viðmiðunartöflur fyrir öndun
og í samræmi við tilmæli frá heilbrigðisfulltrúa vinnustaðarins.
• Efni sem geta komist í snertingu við húð notenda munu ekki
valda ofnæmisviðbrögðum nema hjá minnihluta notenda.
• Þessar vörur innihalda ekki íhluti sem gerðir eru úr
náttúrulegu gúmmílatexi.
UNDIRBÚNINGUR FYRIR NOTKUN
UMBÚÐIR FJARLÆGÐAR
Gangið úr skugga um að búnaðurinn sé heill, óskaddaður og
settur saman með réttum hætti.
Skoðun
Mælt er með eftirfarandi verklagi fyrir notkun:
1. Gáið að sprungum, rifum og óhreinindum á andlitshlíf.
Gangið úr skugga um að andlitshlífin, einkum sá hluti sem
þéttist við andlitið, sé ekki aflöguð. Efnið á að vera þjált, ekki
stíft.
2. Gáið að sprungum og rifum í innöndunarlokum. Lyftið
lokum upp og gáið að óhreinindum eða sprungum í lokasæti.
3. Gangið úr skugga um að höfuðólar séu heilar og teygist
vel.
4. Gáið að sprungum eða sliti í öllum plasthlutum.
5. Fjarlægið hlífina yfir útöndunarloka og skoðið
útöndunarlokann og lokasætið með tilliti til óhreininda,
skemmda, sprungna eða rifa. Setjið hlífina yfir útöndunarloka
aftur á sinn stað.
6. Skoðið svæðið þar sem síuþéttið er (mynd 1) og athugið
hvort afmyndun eða óhreinindi/agnir gætu komið í veg fyrir að
sían þéttist að öndunarhlífinni.
7. Ef slíkt er til staðar skal ganga úr skugga um að himna í
talbúnaði sé tryggilega sett í andlitshlífina og að filma í himnu
talbúnaðar sé heil.
LEIÐBEININGAR UM
SAMSETNINGU
Leiðbeiningar um samsetningu má finna í viðeigandi
notendaleiðbeiningum (t.d. bæklingnum með 3M-síunni)
UPPLÝSINGAR UM ÁSETNINGU
1 Stillið stærð höfuðhrings svo hann passi þægilega á
höfuðið.
2. Setjið öndunarhlífina yfir nef og munn þannig að hún hvíli
þægilega á miðju nefinu og dragið svo höfuðspöngina yfir
kollinn. Sjá mynd 2.
3. Takið um neðri hluta ólanna, hvorn með sinni hendi,
34

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents