3M PELTOR WS ALERT MRX21AWS6 Series Manual page 92

Xpi headset
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
ATHUGASEMD:
• Þegar heyrnarhlífarnar eru notaðar í samræmi við
leiðbeiningar notenda, draga þær bæði úr stöðugum
hávaða, til dæmis í iðnaði eða frá ökutækjum og flugvélum,
og úr snöggum og miklum hávaða. Erfitt er að segja fyrir um
þá heyrnarvernd sem þörf er á eða í raun er veitt hvað
varðar váhrif af skyndilegum hávaða. Ýmislegt hefur áhrif á
gagnsemi heyrnarhlífanna, til dæmis hvernig þær eru settar
upp, felldar að og notaðar, hvernig þeim er haldið við, auk
ýmissa annarra þátta. Kynntu þér betur heyrnarvernd gegn
skyndilegum hávaða á vefsíðunni www.3M.com/PELTOR
• Heyrnartólin eru búin styrkstýrðri hljóðdeyfingu. Notandi ætti
að kynna sér rétta notkun þeirra áður en hún hefst. Ef hljóð
er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita ráða
hjá framleiðanda um viðhald og hvernig skipta á um
rafhlöðu.
• Heyrnarhlífarnar takmarka hljóðmerki við afþreyingarhlustun
við 82 dB(A) við eyra.
• Hitastig við notkun: -20 °C (-4 °F) til 55 °C (131 °F)
• Hitastig við geymslu: -20 °C (-4 °F) til 55 °C (131 °F)
Varan inniheldur bæði rafeinda- og rafmagnsbúnað og
því má ekki farga henni með venjulegu sorpi. Kynntu þér
vinsamlegast reglur á hverjum stað um förgun rafeinda- og
rafmagnsbúnaðar.
VOTTANIR
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að útvarpsmóttakari
viðtækisins uppfyllir samræmiskröfur í Tilskipun 2014/53/EU
og öðrum viðeigandi tilskipunum til að uppfylla kröfur um
CE-merkingu. Hægt er að ná í ESB Samræmisyfirlýsinguna
í heilu lagi á eftirfarandi slóð: www.3M.com/PELTOR/DOC
Sláðu inn númer varahlutar, sé þess farið á leit. Þú finnur
númer heyrnarhlífanna neðst á annarri skálinni eins og
myndin að neðan sýnir.
Hægt er að fá send afrit af samræmisyfirlýsingu og
viðbótarupplýsingum sem krafist er í tilskipununum með því
að hafa samband við 3M í því landi sem varan var keypt.
Upplýsingar um tengiliði má finna aftast í þessum
notendaleiðbeiningum.
Varan hefur verið prófuð og vottuð í samræmi við
EN 352-1:2002 / EN 352-3:2002, EN 352-4:2001 / A1:2005
EN 352-6:2002, og EN 352-8:2008. Yfirlýsing vottunarstofnu-
nar er gefin út af:
FIOH, Finnsku vinnuverndarstofnuninni,
Topeliuksenkatu 41 B, FI-00250 Helsinki, Finnlandi.
Vottunarstofnun nr. 0403.
85
HLJÓÐDEYFING Í RANNSÓKNARSTOFU
VIÐVÖRUN! 3M mælir eindregið með því að hver og einn
notandi felli heyrnarhlífarnar vandlega að sér. Sé notast
við SNR-staðla til að meta dæmigerða vernd á vinnustað,
mælir 3M með því að hávaðadeyfigildið sé lækkað um
50% í samræmi við gildandi reglugerðir.
Útskýring á töflum yfir hljóðdeyfingu
EN 352-1/EN 352-3/EN 352-4
A:1 Tíðni (Hz)
A:2 Meðal hljóðdeyfing (dB)
A:3 Staðalfrávik (dB)
A:4 Ætlað verndargildi, APV (dB)
A:5
H = Mat á heyrnarvernd vegna
hátíðnihljóða (ƒ ≥ 2000Hz).
M = Mat á heyrnarvernd vegna
millitíðnihljóða (500Hz < ƒ < 2000Hz).
L = Mat á heyrnarvernd vegna lágtíðnihljóða (ƒ ≤ 500Hz).
A:6 Viðmiðunarstig
H = Viðmiðsstyrkur fyrir hátíðnihljóð
M = Viðmiðsstyrkur fyrir millitíðnihljóð
L = Viðmiðsstyrkur fyrir lágtíðnihljóð
B. Samrýmanlegir öryggishjálmar atvinnumanna EN 352-3
Einungis ætti að festa þessar eyrnahlífar á og nota með þeim
öryggishjálmum fyrir atvinnumenn sem tilgreindir eru í töflu B.
Eyrnahlífar þessar voru prófaðar ásamt eftirfarandi
öryggishjálmum og gætu veitt öðruvísi vernd með öðrum
tegundum hjálma.
Útskýringar á töflu um hjálmfestingar fyrir
iðnaðaröryggishjálma:
B:1 Hjálmaframleiðandi
B:2 Hjálmgerð
B:3 Festing
B:4 Höfuðstærð: S = lítið, M = miðlungs, L = stórt
Höfuðspöng MRX21AWS6*
D:1 Höfuðspöng (PVC, PA)
D:2 Höfuðspangarvír (ryðfrítt stál)
D:3 Tveggja punkta festing (POM)
D:4 Eyrnapúði (PVC-þynna & PUR-frauð)
D:5 Frauðþéttingar (PUR-frauð)
D:6 Skál (ABS)
D:7 Styrkstýrður hljóðnemi fyrir umhverfishlustun (PUR-frauð)
D:8 Talhljóðnemi (ABS, PA)
D:9 Loftnet (PE, ABS, TPE)
D:10 Vindhlíf (frauð)
D:11 Tengi fyrir hleðslutæki (ryðfrítt stál)
Hjálmfesting/Öryggishjálmur MRX21P3EWS6*
D:12 Skálarhaldari (ryðfrítt stál)

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents