ResMed AirFit F20 User Manual page 225

Full face mask
Hide thumbs Also See for AirFit F20:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
• Hreinsaðu grímuna reglulega og allar einingar hennar til að
viðhalda gæðum grímunnar og fyrirbyggja uppsöfnun gerla sem
geta haft neikvæð áhrif á heilsuna.
• Sýnileg viðmið við skoðun á vöru: Ef það sér augljóslega á íhlut í
kerfinu (sprungur, aflitun, slit o.s.frv.) skal farga íhlutnum og
skipta um hann.
Daglega/eftir hverja notkun:
1. Taktu í sundur grímuna samkvæmt fyrirmælum þar um.
2. Skolaðu umgjörðina, hnéð og mjúka hlutann undir rennandi vatni.
Hreinsaðu með mjúkum bursta uns óhreinindin hverfa.
3. Dýfðu íhlutum í volgt vatn (u.þ.b. 30 °C) með mildu, fljótandi
hreinsiefni í allt að tíu mínútur.
4. Hristu íhlutina í vatninu.
5. Burstaðu hreyfanlega hluta hnésins og í kringum loftopin.
6. Burstaðu svæðin á umgjörðinni þar sem armarnir tengjast og innan og
utan á umgjörðinni þar sem hnéð tengist.
7. Skolaðu íhlutina undir rennandi vatni.
8. Láttu íhlutina loftþorna fjarri beinu sólarljósi. Kreistu endilega arma
umgjarðarinnar til að tryggja að megnið af vatninu fari burt.
Vikulega:
1. Taktu grímuna í sundur. Ekki þarf að taka klemmurnar af
höfuðfestingunum þegar verið er að þrífa þær.
2. Handþvoðu höfuðfestingarnar í volgu vatni (u.þ.b. 30 °C) blönduðu
með mildu hreinsiefni.
3. Skolaðu höfuðfestingarnar undir rennandi vatni. Kannaðu
höfuðfestingarnar og gakktu úr skugga um að þær séu hreinar og
lausar við hreinsiefni. Þvoðu og skolaðu aftur ef þörf er á.
4. Kreistu megnið af vatninu úr höfuðfestingunum.
5. Láttu höfuðfestingarnar loftþorna en ekki í beinu sólarljósi.
Endurvinnsla á grímu á milli sjúklinga
Endurvinna skal þessa grímu þegar hún er notuð á milli sjúklinga.
www.resmed.com/downloads/masks. Ef netsamband er ekki til staðar,
skal hafa samband við fulltrúa ResMed.
6

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents