ResMed AirFit F20 User Manual page 223

Full face mask
Hide thumbs Also See for AirFit F20:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
Fyrir ítarlegan lista yfir samhæfð tæki fyrir þessa grímu, sjá „Mask/Device
Compatibility List" á www.resmed.com/downloads/masks. Ef þú hefur
ekki aðgang að netsambandi, skaltu hafa samband við fulltrúa ResMed.
Nota skal hefðbundið keilulaga tengi ef þörf er á þrýstingsaflestri og/eða
viðbótarsúrefni.
Mátun
1. Lyftu og togaðu báðar klemmurnar frá umgjörðinni.
2. Gakktu úr skugga um að ResMed merkið á höfuðfestingunum snú út á
við og sé upprétt. Þegar þú hefur losað báðar neðri
höfuðfestingaólarnar, skaltu halda grímunni að andlitinu og toga
höfuðfestingarnar yfir höfuðið.
3. Settu neðri ólarnar fyrir neðan eyrun og festu klemmurnar við
umgjörðina.
4. Losaðu festiflipa á efri höfuðfestingaólum. Togaðu jafnt í ólarnar uns
gríman er stöðug og staðsett eins og skýringarmyndin sýnir. Festu
aftur festiflipana.
5. Losaðu festiflipa á neðri höfuðfestingaólum. Togaðu ólarnar jafnt uns
gríman er stöðug og situr þægilega á hökunni. Festu aftur festiflipana.
6. Tengdu barka tækisins við hnéið. Festu hnéið við grímuna með því að
ýta á hliðarhnappana og ýta hnénu inn í grímuna og tryggðu að það
smellist inn á báðum hliðum.
7. Gríman og höfuðfestingarnar eiga að snúa eins og sýnt er á myndinni.
Stilling
Lagaðu staðsetningu grímunnar eftir þörfum þannig að hún sitji þægilega.
Gakktu úr skugga um að mjúki hlutinn krumpist ekki og að höfuðfestingin
sé ekki snúin.
1. Kveiktu á tækinu þannig að það blási lofti.
Ráð til að stilla:
Þegar búið er að virkja loftþrýstinginn, skaltu toga grímuna frá
andlitinu þannig að púðinn nái að fyllast af lofti og staðsetja hana
aftur á andlitinu.
Til að koma í veg fyrir hvers kyns leka við efri hluta grímu skal stilla
efri ólar höfuðfestingarinnar. Að neðanverðu skal stilla neðri ólar
höfuðfestingar.
4

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents