ResMed AirFit F20 User Manual page 221

Full face mask
Hide thumbs Also See for AirFit F20:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
ALMENNAR VIÐVARANIR
• Notendur sem eru ekki færir um að fjarlægja grímuna án aðstoðar
skulu nota grímuna undir eftirliti hæfs aðila. Það má vera að
gríman henti ekki einstaklingum sem hættir til að svelgjast á.
• Grímuna verður að nota með meðfylgjandi hné (sem inniheldur
ventils- og loftopssamsetninguna) til að tryggja örugga og
skilvirka notkun, nema annað sé tekið fram. Ekki má nota grímuna
ef ventils- eða loftopssamsetningin er skemmd eða ekki til staðar.
• Gríman inniheldur öryggiseiginleika í hnénu, sem eru ventillinn
og loftopið, til að stuðla að eðlilegri öndun og útblæstri
útöndunar. Koma þarf í veg fyrir stíflun ventilsins og loftopsins til
að forðast óæskileg áhrif á öryggi og gæði meðferðarinnar.
Skoðaðu ventilinn og loftopið reglulega til að ganga úr skugga um
að þau séu hrein, óskemmd og óstífluð. Ekki má vera með
grímuna ef ventillinn er skemmdur þar sem öryggisvirkni hennar
er ekki sem skyldi. Skipta þarf um hnéið ef ventillinn skemmist,
aflagast eða rifnar. Gæta verður að því að göt loftopsins og
ventilsins séu óstífluð.
• Einungis skal nota grímuna með CPAP-tæki eða tvístigatæki sem
læknir eða sérfræðingur í öndunarmeðferð mælir með.
• Ekki tengja sveigjanlegar vörur úr pólývínylklóríði (svo sem
slöngur úr pólývínylklóríði) með beinum hætti við neinn hluta
grímunnar. Sveigjanlegt pólývínylklóríð (PVC) inniheldur efni sem
geta valdið skemmdum á efni grímunnar og valdið því að
sprungur eða brot myndast í einingum.
• Grímuna skal ekki nota nema kveikt sé á búnaðinum. Þegar búið
er að koma grímunni fyrir skal ganga úr skugga um að tækið blási
lofti.
Skýring: Ætlast er til þess að svefnöndunartæki og tvístigatæki
séu notuð með sérstökum grímum (eða tengjum) sem eru með
loftun svo loft geti streymt samfellt út úr grímunni. Þegar kveikt er
á tækinu og það virkar rétt, þá ýtir nýtt loft úr tækinu út lofti sem
er andað frá sér út um göt grímunnar. Þegar slökkt er á tækinu
opnast ventill grímunnar fyrir andrúmslofti svo hægt sé að anda
að sér fersku lofti. Hins vegar getur verið að meira magni af
útönduðu lofti sé andað aftur að sér þegar slökkt er á tækinu.
Þessi viðvörun á við flestar gerðir af heilgrímum sem notaðar eru
með CPAP-tækjum eða tvístigatækjum.
• Fylgdu öllum varúðarráðstöfunum þegar viðbótarsúrefni er notað.
2

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents