ResMed AirFit F20 User Manual page 220

Full face mask
Hide thumbs Also See for AirFit F20:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
ÍSLENSKA
Takk fyrir að velja AirFit™ F20 Non Magnetic heilgrímu.
Hvernig nota á þessa handbók
Handbókina skal lesa í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Þegar
verið er að fylgja leiðbeiningunum er hægt að hafa myndirnar fremst í
handbókinni til hliðsjónar.
Ætluð not
AirFit F20 Non Magnetic er fylgihlutur sem er ekki ífarandi og er notaður
til að stýra loftflæði (með eða án viðbótarsúrefnis) til sjúklings frá tæki
með jákvæðan loftþrýsting (Positive Airway Pressure (PAP)) svo sem tæki
með samfelldan jákvæðan loftþrýsting (Continuous Positive Airway
Pressure (CPAP)) eða tvístigakerfum (bilevel).
AirFit F20 Non Magnetic er:
• ætlað til notkunar fyrir sjúklinga yfir 30 kg að þyngd sem hefur verið
ávísað meðferð með jákvæðum þrýstingi í öndunarvegi.
• ætlað til endurtekinnar notkunar fyrir einn sjúkling heima fyrir og til
endurtekinnar notkunar fyrir fleiri en einn sjúkling innan
heilbrigðisstofnunar eða á sjúkrahúsi.
QuietAir-hné
QuietAir hnéið er ætlað til endurtekinnar notkunar fyrir einn sjúkling heima
fyrir og innan heilbrigðisstofnunar eða á sjúkrahúsi.
Klínískur ávinningur
Klínískur ávinningur af loftgrímum er að veita sjúklingum árangursríka
meðferð með meðferðartæki.
Fyrirhugaður sjúklingahópur/heilsufarsvandamál
Langvinnir teppusjúkdómar í lungum (t.d. langvinn lungnateppa),
lungnaherpusjúkdómar (t.d. sjúkdómar í starfsvef lungna, sjúkdómar í
brjóstvegg, tauga- og vöðvasjúkdómar), sjúkdómar/kvillar í
öndunarstýringu, kæfisvefn og grunn öndun vegna offitu.
Íslenska
1

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents