ResMed AirFit F20 User Manual page 222

Full face mask
Hide thumbs Also See for AirFit F20:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
• Það verður að slökkva á súrefnisflæðinu þegar CPAP eða tveggja
þrepa búnaður er ekki í notkun svo að ónotað súrefni safnist ekki
fyrir innan í hólfinu í búnaði og valdi eldhættu.
• Súrefni er eldnærandi. Súrefnið má ekki nota á meðan reykt er
eða nærri opnum eldi. Aðeins skal nota súrefni í vel loftræstum
herbergjum.
• Við súrefnisgjöf á jöfnum hraða er styrkur súrefnis við innöndun
breytilegur, háð stillingum á þrýstingi, öndunarmynstri
sjúklingsins, grímu, notkunarstað og gastapi. Þessi viðvörun á við
flestar gerðir CPAP eða tvístigabúnaðar.
• Læknirinn fær senda tækniforskrift grímunnar til að athuga hvort
hún sé samrýmanleg CPAP-tækinu eða tvístigatækinu. Ef farið er
út fyrir tækniforskrift grímunnar eða hún notuð með
ósamrýmanlegum tækjum, þá er hugsanlegt að gríman verði ekki
nægilega þétt og þægileg, því má vera að hámarksárangur náist
ekki og að leki eða breytingar á lekahraða, geti haft áhrif á virkni
CPAP-tækisins eða tvístigatækisins.
• Hættið notkun á grímunni ef vart verður við EINHVERJAR
aukaverkanir vegna notkunar hennar og leitið ráða hjá lækninum
eða svefnráðgjafanum.
• Notkun á grímunni getur valdið eymslum í tönnum, gómi eða
kjálka eða aukið á tannvandamál sem eru til staðar. Leitið ráða hjá
lækninum eða tannlækninum ef einkennin koma í ljós.
• F20 vörulínan með CPAP heilgrímum er ekki ætluð til notkunar
samhliða úðalyfjum sem eru í loftveg grímunnar/slöngunnar.
• Eins og á við um allar grímur getur smávægileg enduröndun átt
sér stað við lágan CPAP þrýsting.
• Sjá leiðarvísi fyrir CPAP tæki eða tvístigatæki fyrir nánari
upplýsingar um stillingar og notkun.
• Fjarlægið allar umbúðir áður en gríman er notuð.
• Tilkynna skal öll alvarleg atvik sem upp koma í tengslum við
notkun þessa tækis til ResMed og lögbærra yfirvalda í viðkomandi
landi.
Hvernig nota á grímuna
Þegar gríman er notuð með ResMed CPAP-tæki eða tvístigatæki sem
bjóða upp á valkosti fyrir grímustillingu, skal sjá kaflann tækniforskriftir í
þessari notendahandbók fyrir rétta stillingu.
Íslenska
3

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents