Electrolux HOB980MF User Manual page 68

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 21
Spanhelluborð aðlaga sig sjálfkrafa að
málum á botni eldunarílátanna.
Þegar þú leggur eldunarílát á rétta stöðu ber
helluborðið kennsl á það og viðeigandi
stjórnstika birtist. Rauður vísir fyrir
eldunarhellu birtist fyrir ofan stjórnstikuna og
gefur stöðu pottsins til kynna.
Hver ferningur á stjórnborðinu samsvarar
einni eldunarhellu á yfirborði
spanhelluborðsins. Vísar fyrir hellur sýna
hvaða eldunarhella lýtur að stjórn viðeigandi
stjórnstiku.
5.4 Hitastilling
1. Ýttu á æskilega hitastillingu á
stjórnstikunni. Þú getur einnig fært
fingurinn meðfram stjórnstikunni til að
stilla eða breyta hitastillingunni fyrir
eldunarhelluna.
2. Ýttu á 0 til að slökkva á eldunarhellu.
Þegar þú hefur sett pott á eldunarhelluna og
stillt hitastillinguna er hún óbreytt í 2 mínútur
eftir að þú tekur pottinn af. Stjórnstikan og
vísir eldunarhellu blikka í 2 mínútur. Ef þú
setur pott aftur á eldunarhelluna innan þessa
tíma virkjast hitastillingin aftur. Ef ekki
slokknar á eldunarhellunni.
5.5 PowerBoost
Þessi aðgerð virkjar meira afl fyrir viðeigandi
spanhellu, allt eftir stærð eldunarílátsins.
Aðeins er hægt að kveikja á aðgerðinni í
takmarkaðan tíma.
68
ÍSLENSKA
Snertu
til að slökkva á aðgerðinni fyrir
eldunarhelluna.
Táknið verður rautt.
Aðgerðin slokknar sjálfkrafa.
Sjá „Tæknigögn" með gildum
fyrir hámarkstímalengd.
5.6 OptiHeat Control (3 stiga
stöðuljós fyrir afgangshita)
AÐVÖRUN!
/
/
Hætta er á bruna frá
hitaeftirstöðvum svo lengi sem
kveikt er á vísi.
Spansuðuhellur framleiða nauðsynlegan hita
fyrir eldunarferlið beint í botninn á
eldunaráhaldinu. Glerkeramíkið er hitað með
hita eldunaráhaldsins.
Vísirinn
/
/
kviknar þegar eldunarhella
er heit. Þeir sýna stig afgangshita fyrir
eldunarhellurnar sem þú ert að nota í
augnablikinu.
Vísirinn kann einnig að kvikna:
• fyrir nálægar eldunarhellur, jafnvel þótt þú
sért ekki að nota þær,
• þegar heitt eldunarílát er sett á kalda
eldunarhellu,
• þegar helluborð er afvirkjað en
eldunarhella er enn heit.
Vísirinn slokknar þegar eldunarhellan hefur
kólnað.
5.7 Tímastillir
Niðurteljari
Notaðu þessa aðgerð til að tilgreina hve lengi
eldunarhellan er í gangi í einni eldunarlotu.
Fyrst skal stilla hitastillingu og síðan
aðgerðina.
1. Snertu
til að virkja aðgerðina eða
breyta tímanum.
Tölustafir tímastillis
birtast á skjánum.
verður hvítur.
og vísarnir
og
verður rauður og

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents