BESAFE iZi Flex S FIX User Manual page 75

Weight 15-36 kg, age 4-12 y, group 2-3
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
154
Undirbúningur
• Stillanlegur höfuðpúði
• Axlarbeltislæsing
• Leiðbeiningar fyrir axlarbelti
• Sætisbak
• Grunnur
• ISOfix losunarhandfang
• Höggdeyfir gegn höggi frá hlið
• Handföng fyrir hæðarstillingu (2x)
• ISOfix tengi (2x)
• ISOfix losunarhnappar (2x)
• ISOfix vísir (2x)
• ISOfix bílfesting (2x)
Uppsetning
1. Þegar stóllinn er festur í framsæti farartækis skal gengið úr skugga
um að sætisbakið sé í uppréttri stöðu.
2. Setjið stólinn inn í farartækið.
3. Togið í ISOfix losunarhandfangið til að losa ISOfix tengingarnar.
Hnappur efst á handfanginu heldur handfanginu í opinni stöðu og
læsir ISOfix tengingunum svo þær renni aftur inn í undirstöðuna.
ISOfix armarnir læsast aðeins í sinni stöðu þegar þeir eru að fullu
útréttir. Í þessari læstu stöðu sjást 2 rauðar merkingar við hliðina á
hnappinum á handfanginu. (2, 3)
4. Smellið ISOfix tengingunum í ISOfix festipunktana í sæti
farartækisins. Gangið úr skugga um að allir ISOfix vísar séu GRÆNIR.
(4, 5, 6)
5. Ýtið hnappinum efst á ISOfix losunarhandfanginu (sem er staðsett
á milli rauðu merkinganna) niður og ýtið handfanginu aftur inn í
undirstöðuna. Ýtið stólnum aftur að sætisbaki farartækisins eins
langt og hann kemst. (7, 8, 9)
6. Gangið úr skugga um að bak stólsins snerti sætisbak farartækisins.
Ef höfuðpúði farartækisins ýtir stólnum frá sætisbakinu, skal
höfuðpúðinn stilltur. (9)
7. Ef ekki er hægt að nota stólinn með ISOfix festipunktum í sæti
farartækisins, má geyma ISOfix tengingarnar inni í stólnum og
stóllinn er þá aðeins notaður með þriggja punkta beltinu.
8. Rennið skábeltinu inn í axlarbeltisstýringuna. Gangið úr skugga um
að beltið sé ekki snúið og að axlarbeltisstýringum sé lokað aftur svo
beltið haldist inni í. (10, 11)
(1a)
(1b)
(1c)
(1d)
(1e)
(1f)
(1g)
(1h)
(1i)
(1j)
(1k)
(1l)
Staðsetning barnsins
1. Stillið höfuðpúðann í rétta hæð með því að snúa handföngum fyrir
hæðarstillingu. Gangið úr skugga um að skábeltið sé í sömu hæð og öxl
barnsins. (12, 13)
2. Setjið sætisbelti farartækisins utan um barnið og læsið beltinu inn í
lássylgju farartækisins. (14, 15)
3. Fjarlægðu slakann í beltinu með því að toga beltinu að inndrættinum. (16)
Að fjarlægja sætið
1. Takið skábeltið úr axlarbeltisstýringunni með því að ýta
axlarbeltislæsingunni í stýringunni upp og renna beltinu út. (17, 18)
2. Togið í ISOfix losunarhandfangið til að losa ISOfix tengingarnar.
Þannig er hægt að hreyfa undirstöðu stólsins fram á við og hægt er að
nota ISOfix losunarhnappana. (19, 20)
3. Losið báðar ISOfix tengingar með því að ýta losunarhnöppum niður.
(21) Rennið örmunum í ISOfix tenglana inni í stólnum áður en stóllinn
er fjarlægður úr farartækinu. Til að hægt sé að renna örmunum
í ISOfix tenglana inni í sætinu, skal ýta hnappinum (á milli rauðu
merkinganna) efst á ISOfix losunarhandfanginu niður. (22, 23)
4. Fjarlægið stólinn úr farartækinu.
Uppsetning á 3 bílstólum
1. Hægt er að taka höggdeyfinn gegn hliðarhöggum af stólnum til að
búa til meira rými við hliðina á stólnum svo hægt sé að nota annan
bílstól í miðjusæti farartækisins. Fjarlægið hliðarhöggdeyfi aðeins á
þeirri hlið stólsins sem snýr inn í farartækið og aldrei hurðarmegin.
(24, 25)
2. Til að fjarlægja höggdeyfi gegn hliðarhöggum skal ýta á hnappinn og
færa höggdeyfinn til hliðar og svo aftur, til að ná honum úr krókum
efnisins. Geymið höggdeyfinn gegn hliðarhöggum til að hægt sé að
nota hann síðar. (26, 27)
3. Til að setja upp höggdeyfi gegn hliðarhöggum, skal fyrst krækja
honum í lægri krókinn (1) og svo krækja honum í efri krókinn (2)
og að lokum festa höggdeyfinn í miðjuna með því að ýta fyrst á
hnappinn (3) og sleppa honum svo þegar hann er alveg upp við
stólinn. Athugið hvort höggdeyfirinn gegn hliðarhöggum sé rétt
festur. Notið höggdeyfinn gegn hliðarhöggum ávallt hurðarmegin í
farartækinu. (28, 29, 30)
155

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents