Download Print this page

HERKULES TK 1200 Original Operating Instructions page 95

Bench-type circular saw

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 14
Anleitung_TK_1200_SPK7:_
hægt að renna langsum stýringunni (7) í rétta
skurðarbreidd.
Herðið báðar festiskrúfurnar (12) til þess að festa
langsum stýringuna (7).
8.3 Hallastilling (mynd 10)
Losið festihaldfangið (15)
Með því að snúa um kringlótt festigrip fyrir
hallastýringu (16) er hægt að halla sagarblaðinu
(4) eins og óskað er (sjá kvarða (13)).
Herðið aftur festihaldfangið (15).
8.4 Þverstýring (mynd 9)
Rennið þverstýringunni (14) í rennuna (a) á
sagarborðinu
Losið um festiskrúfurnar (c)
Snúið þverstýringunni (14) þar til að örin bendir á
rétt horn.
Herðið aftur festiskrúfurnar (c).
Þegar sagað er í stór verkstykki, er hægt að
lengja þverstýringuna (14) með listanum (25) frá
langsum stýringunni (7).
8.5 Borðbreikkun (21) (myndir 1/9/10)
Varúð!
Ef sagað er í breiða viðarhluti verður að breikka
sagarborðið.
Losið festiskrúfurnar (e)
Dragið út borðbreikkunina (21)
Brjótið út stuðningsfæturna (22)
Herðið aftur festiskrúfurnar (e)
9. Notkun
Við mælum með því að saga prufuskurð eftir að
búið er að stilla sögina á einhvern hátt til þess að
athuga stillinguna.
Eftir að kveikt hefur verið á söginni verður að
bíða þar til að sagblaðið hefur náð hámarks
snúningshraða áður en sögun er hafin.
Tryggið löng verkstykki á endum þess til þess að
koma í veg fyrir að þau spennist upp (til dæmis
með bukka eða þessháttar).
Varúð á meðan að sagað er.
9.1 Grönn verkstykki söguð
(breidd minni en 120 mm) (mynd 12)
Stillið langsum-stýrirennuna (7) þannig að hún
passi fyrir breidd verkstykkisins.
Rennið verkstykkinu áfram með báðum höndum
og notið endilega rennistokk (3) þegar verkstykkið
er í nánd við sagarblaðið (4).
(Er meðfylgjandi!)
Rennið verkstykkinu ávallt að enda kloffleygsins
(5).
15.12.2010
10:32 Uhr
Seite 95
Varúð! Ef sagað er í stutt verkstykki verður að
nota rennistokkinn frá upphafi sögunar.
9.2 Mjög grönn verkstykki söguð
(breidd minni en 30 mm) (mynd 13)
Stillið langsum-stýrirennuna (7) þannig að hún
passi fyrir breidd verkstykkisins.
Þrýstið verkstykkinu með rennivið (d) upp að
stýrirennunni (25) og þrýstið þvínæst verkstykkinu
með rennistokknum (3) að enda kloffleygarins (5).
Renniviður er ekki meðfylgjandi!
(Fáanlegur í fagverslun)
9.3 Þverskurður (mynd 9)
Rennið þverstýringunni (14) í rennuna (a) á
sagarborðinu og stillið inn rétt horn (sjá 8.4).
Notið listann (25) af langsum stýringunni
Haldið verkstykki föstu við þverstýringuna (14).
Gangsetjið sögina
Rennið þverstýringunni (14) saman með
verkstykkinu í áttina að sagarblaðinu til þess að
saga í verkstykkið.
Varúð: Haldið ávallt verkstykkinu sem sagað
er í föstu og ekki bútinum sem saga á af
verkstykkinu.
Rennið þverstýringunni (14) ávallt það langt
framávið þannig að verkstykkið sagist alveg í
sundur.
Slökkvið aftur á söginni.
10. Umhirða
Varúð! Taka verður borðsögina úr sambandi við
straum áður en að hirt er um hana, hún stillt eða
unnið er að henni á einhvern hátt.
Ryki og óhreinindi verður að fjarlægja reglulega af
þessu tæki. Best er að þrífa þetta tæki með
háþrýstilofti eða með klút.
Notið ekki ætandi eða leysi efni á þetta tæki.
11. Pöntun varahluta
Þegar varahlutir eru pantaðir ættu eftirfarandi atriði að
vera tilgreind;
Gerð tækis
Gerðarnúmer tækis
Númer tækis
Varahlutanúmer þess varahlutar sem panta á
Verð og upplýsingar eru að finna undir www.isc-
gmbh.info
IS
95

Hide quick links:

Advertisement

loading