IKEA TRETAKT Manual page 19

Hide thumbs Also See for TRETAKT:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Kynntu þér RODRET vöruna þína
Pörunarhnappur
Ýttu á til að kveikja eða ýttu lengi til að auka birtu
Ýttu á til að slökkva eða ýttu lengi til að minnka
birtustig
Skipt um rafhlöðu
Rautt LED ljós blikkar þegar þú ýtir á einhvern takka á
ljósdeyfinum/aflrofanum til að láta þig vita að þörf sé á
nýrri rafhlöðu. Opnaðu rafhlöðulokið og skiptu rafhlöðunni
út með nýrri HR03 AAA rafhlöðu. Við mælum með LADDA
hleðslurafhlöðu. Seld sér.
Verksmiðjustilling
Til að endurstilla og fjarlægja allar tengdar vörur, ýttu 4
sinnum á pörunarhnappinn (innan 5 sekúndna). Fylgdu
skrefum 1-3 til að tengja snjallvörurnar þínar aftur.
MIKILVÆGT!
• Stýrisbúnaðurinn er eingöngu ætlaður til notkunar
innanhúss og hægt er að nota hann við hitastig á bilinu
0º C til 40 ºC.
• Ekki skilja stýrisbúnaðinn eftir í beinu sólarljósi eða
nálægt neinum hitagjafa, þar sem hann getur ofhitnað.
• Mismunandi byggingarefni og staðsetningar eininganna
geta haft áhrif á þráðlaust tengisvið.
VIÐVÖRUN!
Sprengihætta getur stafað af því að skipta út rafhlöðu fyrir
aðra af rangri tegund. Fargaðu rafhlöðunum í samræmi við
leiðbeiningar.
Tæknilýsing TRETAKT
Gerð: TRETAKT snjalltengi
Tegund: E2209
Inntak: 230V, 50/60Hz
Hámarks úttak: 3680 W
Svið: 10 m í opnu rými.
Aðeins til notkunar innanhúss
Vinnslutíðni: 2405-2480 MHz
Útgangsafl: 10 dBm
Leiðbeiningar um umhirðu
Til að hreinsa vöruna skaltu þurrka hana með mjúkum klút
vættum með smá mildu þvottaefni. Notaðu annan mjúkan
og þurran klút til að þurrka. Notaðu aldrei slípiefni eða
leysiefni, þar sem slíkt getur skemmt vöruna.
Tæknilýsing RODRET
Gerð: RODRET þráðlaus dimmer
Tegund: E2201
Inntak: 1.2 V, 1x AAA/HR03 LADDA rafhlaða
Svið: 10 m í opnu rými.
Aðeins til notkunar innanhúss
Vinnslutíðni: 2405-2480 MHz
Útgangsafl: 3 dBm (EIRP)
IP-flokkur: IP44
19

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents