Download Print this page

Canvac Q Air CFK5301V Use Instructions page 84

3-in-1 fan

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 4
84
INNIHALD
IS
Mikilvægar öryggisupplýsingar ...................................................................................................... 84
Vörulýsing................................................................................................................................................. 86
Að hefjast handa .....................................................................................................................................87
Notkunarleiðbeiningar ........................................................................................................................ 89
Fjarstýring..................................................................................................................................................92
Þrif og viðhald ......................................................................................................................................... 95
WI-FI stjórnun ........................................................................................................................................ 98
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR!
VIÐVÖRUN
Fram fylgja þarf öryggisleiðbeiningunum hér að neðan til að forðast eldsvoða,
rafhögg og meiðsli.
Að öðru leyti ber að fara að reglum í landi og héraði um meðferð rafmagns.
1. Vara þessa er einungis ætluð til notkunar innanhúss og hana ætti ekki að
nota utanhúss.
2. Ófaglært fólk eða viðgerðarmenn án tilskilinna heimilda mega ekki gera við
eða breyta tækinu á eigin vegum.
3. Áður en tækinu er stungið í samband skal kanna hvort málspenna þess
samræmist spennu í rafkerfi heimilisins.
4. Tækið skal látið standa að lágmarki 1,5 metra frá eldi eða eldfimum efnum
og þar sem það fær ekki á sig beina sólargeisla.
5. EKKI nota tækið nálægt eldfimum eða sprengifimum hlutum og þar sem
hitagjafar geta aflagað það, upplitað eða skemmt. EKKI nota tækið þar sem
mikið ryk er.
6. EKKI nota tækið undir hangandi hlutum sem eiga það til að falla. EKKI nota
tækið þar sem hætta er á árekstrum. EKKI láta tækið standa á óstöðugu
undirlagi.
7. EKKI kveikja eða slökkva á tækinu með því að tengja eða aftengja
rafmagnsklóna. Kveiktu alltaf og slökktu á tækinu með ON/OFF (Á/AF)
hnappi þess.
8. EKKI nota tækið sem hitastilli og hitunarbúnað fyrir dýr og jurtir.
9. EKKI setja neitt inn yfir loftgöt tækisins, annars gæti það ofhitnað.
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.

Advertisement

loading