ResMed AirFit F20 NV User Manual page 155

Non-vented full face mask
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
Að setja aftur saman
1. Festu mjúka hlutann við umgjörðina með því að láta hringop standast á
og ýta saman uns hann er fastur.
2. Þræddu efri ólar höfuðfestingar í raufar umgjarðarinnar innan frá þannig
að ResMed-lógóið á höfuðfestingunni snúi út og upp. Brjóttu þær
saman til öryggis.
Gríman þrifin heima fyrir
Það skiptir miklu að fara eftir liðunum hér að neðan til að ná sem bestum
árangri með grímunni.
VIÐVÖRUN
• Ávallt skal fara eftir hreinsunarfyrirmælum og nota mildan
hreinsivökva, en það er liður í góðu hreinlæti. Tilteknar gerðir
hreinsiefna geta skemmt grímuna, íhluti hennar og virkni þeirra
eða skilið eftir sig gufuleifar sem gætu reynst skaðlegar við
innöndun ef efnin eru ekki skoluð vandlega í burtu. Þrífið grímuna
ekki í uppþvottavél eða þvottavél.
• Hreinsaðu grímuna reglulega og alla íhluti hennar til að viðhalda
gæðum grímunnar og fyrirbyggja uppsöfnun gerla sem geta haft
slæm áhrif á heilsuna.
VARÚÐ
Sjónræn skoðun á búnaðinum: Þegar augljósar skemmdir eru á
einhverjum íhlut kerfisins (sprungur, upplitun, rifur o.s.frv.) skal farga
og skipta um íhlutinn sem um ræðir.
Daglega/eftir hverja notkun:
1. Taktu í sundur grímuna samkvæmt fyrirmælum þar um.
2. Skolaðu umgjörðina, hnéð og mjúka hlutann undir rennandi vatni.
Hreinsaðu með mjúkum bursta uns óhreinindin hverfa.
3. Láttu íhlutina á kaf í volgt vatn með mildum hreinsivökva í allt að tíu
mínútur.
4. Hristu íhlutina í vatninu.
5. Burstaðu svæðin á umgjörðinni þar sem armarnir tengjast og innan og
utan á umgjörðinni þar sem hnéð tengist.
6. Skolaðu íhlutina undir rennandi vatni.
6

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents