Uppsetning - IKEA TREVLIG Manual

Hide thumbs Also See for TREVLIG:
Table of Contents

Advertisement

Available languages

Available languages

ÍSLENSKA
umbúðir hafa verið teknar utan af tækinu
skal ganga úr skugga um að það hafi ekki
skemmst við flutningana. Ef vandamál
koma upp skal hafa samband við næsta
þjónustuaðila. Eftir uppsetningu skal
geyma pökkunarúrgang (plast, frauðplast
o.s.frv.) fjarri börnum - hætta á köfnun.
Áður en uppsetning á sér stað verður að
tryggja að helluborðið sé ekki tengt við
rafveitu vegna hættu á raflosti.
Á meðan uppsetning á sér stað skal
tryggja að helluborðið skemmi ekki
rafsnúrur vegna eldhættu eða hættu
á raflosti. Ekki gangsetja tækið fyrr en
uppsetningu er lokið.
Ljúkið við að saga úr innréttingunni
áður en tækið er sett í og fjarlægið allan
viðarspæni og sag.
Ef tækið er ekki sett fyrir ofan ofn skal
setja aðgreiningarplötu (fylgir ekki með) í
hólfið fyrir neðan tækið.
VIÐVARANIR VEGNA RAFMAGNS
Nauðsynlegt er að hægt sé að aftengja
tækið frá rafmagni með því að taka það
úr sambandi ef innstungan er aðgengileg
eða með fjölskautarofa sem settur er upp
fyrir framan innstunguna í samræmi við
tengingarreglur. Jarðtengja skal tækið
í samræmi við landsbundna staðla um
raföryggi.

Uppsetning

Uppsetningarferlið verður að vera í samræmi við lög, reglur,
tilskipanir og staðla (reglur um rafmagnsöryggi, endurvinnslu
o.s.frv.) sem gilda í landi notkunar!
• Fyrir frekari upplýsingar um uppsetninguna skal sjá
samsetningarleiðbeiningar.
• Notið ekki sílíkonþétti á milli tækisins og vinnuborðsins.
• Gangið úr skugga um að bilið undir helluborðinu sé nægt fyrir
hringrás lofts. Sjáið samsetningarleiðbeiningarnar.
Notið ekki framlengingarsnúrur,
fjöltengi eða millistykki. Rafmagnsíhlutir
mega ekki vera aðgengilegir notandanum
eftir uppsetningu. Notið ekki tækið þegar
þið eru blaut eða berfætt.
Notið ekki þetta tæki ef það hefur
skemmda rafmagnssnúru eða tengil, ef
það virkar ekki á réttan hátt, eða það hefur
verið skemmt eða misst.
Ef rafmagnssnúran er skemmd verður
að skipta henni út með eins snúru frá
framleiðandanum, umboðsaðila hans eða
álíka hæfum aðilum til að forðast áhættu -
hætta á raflosti.
ATHUGIÐ: Fólk með hjartagangráð
eða sambærileg lækningatæki ættu
að sýna varúð þegar staðið er nálægt
þessu spanhelluborði og kveikt er á
því. Rafsegulsviðið gæti haft áhrif á
hjartagangráðinn eða sambærileg
tæki. Leitið ráða hjá lækni ykkar eða
framleiðanda hjartagangráðsins eða
sambærislegs lækningatækis fyrir
viðbótarupplýsingar um hvaða áhrif
rafsegulsvið spanhelluborðsins hefur á
það.
• Botninn á tækinu getur orðið heitur. Ef tækið er uppsett fyrir
ofan skúffurnar skal vera viss um að setja upp óeldfimt spjald
til aðskilnaðar undir tækið til að hindra aðgang að botninum.
Sjáið samsetningarleiðbeiningarnar.
42

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Trevlig 504.678.35

Table of Contents