Husqvarna LC 153-HD / 961310034 Operator's Manual page 8

Table of Contents

Advertisement

Öryggisreglur fyrir snúningssláttuvélar
þar sem stjórnandi vélar er gangandi
UPPFYLLIR CPSC ÖRYGGISKRÖFUR
Snúningssláttuvél okkar sem er vélknúin og gengið
er á eftir uppfyllir öryggisstaðla ANSI (American
National Standards Institute) og Bandarísku
neytendasamtakanna (Consumer Product Safety
Commission).
MIKILVÆGT: Sláttuvélin getur tekið af höndum
eða fótum og þeytt frá sér hlutum.
Ef ekki er fylgt eftirfarandi öryggisreglum getur það
valdið alvarlegu líkamstjóni eða dauða.
VARÚÐ: Aftengið ávallt kertisþráðinn og komið
honum fyrir þannig að hann geti ekki snert kertið
og sett vélina í gang fyrir slysni þegar verið er að
setja hana upp, flytja, stilla eða gera við hana.
VARÚÐ: Hljóðkútur og aðrir vélarhlutar hitna
mjög á meðan vélin er í gangi og eru áfram heitir
eftir að drepið hefur verið á henni. Forðist að snerta
þessa vélarhluta til að forðast alvarlegan bruna.
VIÐVÖRUN: Sláttuvélin er búin brunahreyfli
og ætti ekki að nota hana á eða nærri óbrotnu
landi sem er vaxið skógi, runnagróðri eða grasi
þakið nema pústkerfi vélar sé með neistagildru
sem uppfyllir gildandi lög (ef við á). Ef notuð er
neistagildra skal stjórnandi sjá um að hún sé í
góðu lagi. Neistagildra á hljóðkútinn fæst hjá
næstu viðurkenndu þjónustumiðstöð.
VIÐVÖRUN: Pústkerfi véla, hlutar þess og
vissir hlutar ökutækis innihalda eða senda frá
sér efnasambönd sem í Kaliforníuríki eru talin
valda krabbameini og fæðingargöllum eða öðrum
æxlunarskaða.
VIÐVÖRUN: Rafhlöðupólar, -tengi og ámóta
aukabúnaður inniheldur blý og blýsambönd,
sem í Kaliforníuríki eru talin valda krabbameini og
fæðingargöllum eða öðrum æxlunarskaða. Þvoið
hendur eftir vinnu með vélina.
VIÐVÖRUN: Hnífurinn snýst á meðan vélin er
í gangi.
I. ALMENN MEÐFERÐ
• Lesið, tileinkið ykkur og fylgið öllum leiðbeining-
um á vélinni og í leiðarvísi um gangsetningu
hennar. Kynnið ykkur vel öll stjórntæki og rétta
notkun vélarinnar áður en hún er gangsett.
• Látið hvorki hendur né fætur koma nærri eða
undir snúningshluta. Haldið ykkur ávallt frá
opinu þar sem grasið kemur út.
• Eingöngu ábyrgt fólk sem hefur kynnt sér
leiðbeiningarnar má vinna við vélina.
• Hreinsið af svæðinu hluti eins og steina, leikföng,
þræði, bein, kubba o.s.frv sem hnífurinn gæti
krækt í og kastað burt.
• Tryggið að ekkert annað fólk sé á svæðinu
þegar farið er að slá. Stöðvið vélina ef einhver
kemur inn á svæðið.
• Ekki vinna með vélina berfætt(ur) eða í opnum
sandölum. Verið ávallt í traustum fótabúnaði.
• Ekki draga sláttuvélina aftur á bak nema það
sé alveg nauðsynlegt. Lítið ávallt niður og aftur
fyrir áður en farið er aftur á bak.
• Aldrei skal beina því sem kemur frá vélinni að
nokkurri persónu. Forðist að láta efni frá vélinni
beinast að vegg eða hindrun. Efnið getur en-
durkastast að stjórnanda vélarinnar. Stöðvið
hnífinn á meðan farið er yfir malarsvæði.
• Ekki skal nota sláttuvélina án réttra hlífa, platna,
grasssafnara eða viðeigandi öryggisbúnaðar.
• Sjá leiðbeiningar framleiðanda varðandi rétta
vinnutilhögun og uppsetningu aukabúnaðar.
Notið eingöngu aukabúnað sem samþykktur
er af framleiðanda.
• Stöðvið hnífana á meðan farið er yfir malar-
innkeyrslur, -gangstíga eða -vegi.
• Stöðvið vélina þegar búnaðurinn er yfirgefinn,
áður en sláttuvélin er hreinsuð eða stífla losuð
úr rásinni.
• Stöðvið vélina (mótorinn) og bíðið þar til
hnífurinn hefur alveg stöðvast áður en gras-
safnarinn er fjarlægður.
• Sláið einungis í dagsbirtu eða við góða lýsingu.
• Ekki vinna við vélina undir áhrifum áfengis eða
fíkniefna.
• Sláið aldrei blautt gras með vélinni. Hafið ávallt
góða fótfestu: Haldið þétt um handfangið og
gangið; hlaupið aldrei.
• Aftengið sjálfkeyrandi búnað eða tengi á sláttu-
vélum með slíkan búnað áður en vélin (mótorinn)
er gangsett.
• Ef búnaðurinn fer að titra óeðlilega, skal stöðva
vélina (mótorinn) og kanna orsökina þegar í
stað. Titringur er venjulega merki um bilun.
• Ávallt skal nota hlífðargleraugu eða öryggisgle-
raugu með hliðarvörn þegar unnið er með
sláttuvél.
• Aldrei skal skilja vélina eftir í gangi án eftirlits.
II. VINNA Í HALLA
Vinna í halla er helsta ástæða þess að fólk rennur
til eða fellur sem leitt getur til alvarlegs líkamstjóns.
Sérstaka aðgæslu þarf í halla. Ef það er óþægilegt
að slá í halla skal sleppa því.
HVAÐ MÁ:
• Slá skal þvert á halla - ekki upp og niður. Sýna
skal sérstaka varúð við stefnubreytingar í halla.
• Fjarlægja skal hindranir eins og steina, trjágre-
inar o.s.frv.
• Gætið ykkar á mishæðum og skorningum.
Hindranir geta leynst í háu grasi.
HVAÐ MÁ EKKI:
• Sláið ekki nálægt bratta, skurðum eða bökkum.
Stjórnandi gæti misst fótanna eða jafnvægið.
• Ekki skal slá í mjög miklum halla.
• Ekki slá blautt gras. Hætta er á að renna til ef
fótfesta minnkar.
III. BÖRN
Hörmuleg slys geta orðið ef stjórnandinn er ekki
á verði gagnvart börnum sem eru nálægt. Börn
laðast oft að vélinni og sláttuvinnunni. Aldrei skal
gera ráð fyrir að börn séu kyrr þar sem síðast
sást til þeirra.
• Haldið börnum utan sláttusvæðis og undir umsjá
annarra fullorðinna.
• Verið á verði og stöðvið vélina ef börn koma á
svæðið.
• Áður og á meðan gengið er aftur á bak skal gá
aftur fyrir sig og niður að ungum börnum.
• Aldrei skal láta börn stjórna vélinni.
• Sýnið sérstaka aðgæslu þegar nálgast horn,
runna, tré eða annað sem hindrar útsýni.
VIÐVÖRUN: ÞESSI BÚNAÐUR GETUR
SLASAÐ BÖRN. Bandarísku Barnaverndars-
amtökin (AAP) mæla með að börn séu a.m.k.
12 ára áður en þau fá að stjórna sláttuvél sem
gengið er á eftir og a.m.k. 16 ára áður en þau
fá að aka sláttuvél.
• Þegar vélin er fermd og affermd skal ekki fara
fram úr mesta leyfilega vinnuhalla 15°.
8

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents