Stilling Dýptardrifsins; Verkfærinu Stjórnað; Fastir Naglar Losaðir; Viðhaldsleiðbeiningar - Kyocera TJEP BC 60 Safety And Operation Instructions

Hide thumbs Also See for TJEP BC 60:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
• Lokið hylkinu (I) og læsið aftur lásnum á hylkinu (D).
Gætið þess að lásinn sé kirfilega læstur.
Stilling dýptardrifsins
• Hægt er að fá stillingu fyrir dýptardrif (A) verkfæri-
sins. Prófið dýptarstillinguna á afgangsstykki áður
en vinnan hefst.
• Snúið hnappinum (A) (Mynd. B) eða notið sexkantsl-
ykil til að stilla dýptina.
• Endurtakið ferlið sem lýst er að ofan til að finna
æskilega stillingu dýptardrifs (Mynd. A).
Verkfærinu stjórnað
• Verkfærið er búið einni gerð af eftirfarandi gikkjum (F):
Gikkur sem hleypir af stöku skoti
• Til að gangsetja festibúnaðinn skal ýta öryggis-
festingunni upp að stykkinu sem á að negla í og
toga svo í gikkinn.
• Til að gangsetja festibúnaðinn aftur þarf að sleppa
öryggisfestingunni alveg og sleppa gikknum áður en
ofangreint ferli er endurtekið.
Skot við högg
• Takið í gikkinn, ýtið öryggisfestingunni í
vinnustykkið og skoti verður hleypt af.
• Sleppa verður öryggisfestingunni alveg og
taka fingur af gikknum til að virkja festibúnaðinn
á ný og endurtaka áðurnefnt ferli.
Stillanlegur gikkur
• Hægt er að búa verkfærið stillanlegum gikk.
Þannig er hægt að skipta á milli stakra skota og
skota með höggi. Slíkt er hægt að gera með því
að gera eitt af eftirfarandi:
∙ ýta rofahnappinum fram eða til baka.
∙ ýta rofahnappinum út á við og snúa honum.
∙ ýta pinnanum á svarta rofahnappinum inn og
færa skiptistöngina til.
Fastir naglar losaðir
• Þegar nagli festist skal aftengja þrýstiloftið áður
en nokkuð annað er aðhafst. Beinið verkfærinu frá
ykkur sjálfum og öllum öðrum á vinnusvæðinu.
• Ýtið lásnum á hylkinu (D) niður og opnið flipann á
hylkinu (C).
• Stingið úrreki inn í stútinn á naglabyssunni (B) til að
ýta naglanum sem festist inn í skotraufina. (Mynd.
C).
• Fjarlægið fasta naglann með nál, flísatöng eða svipuðu
verkfæri (Mynd. D). Notið ekki höndina til að fjarlægja
festinguna.
• Ef ekki tókst að fjarlægja fasta naglann með
ofangreindri aðferð skal hafa samband við söluaðila
TJEP á hverjum stað..
86
Viðhaldsleiðbeiningar
Almennt viðhald
• Vinnuveitandi og notandi bera sameiginlega ábyrgð
á því að verkfærið sé í góðu ásigkomulagi og virki
rétt. Enn fremur mega aðeins vottaðir starfsmenn
TJEP eða söluaðilar TJEP annast viðgerðir á ver-
kfærinu og við slíkar viðgerðir verður að nota íhluti
eða aukabúnað sem Kyocera Unimerco Fastening
selur eða mælir með.
• Haldið verkfærinu ævinlega hreinu og þurru. Þurrkið
fitu eða olíu af með þurrum, hreinum klúti til að forðast
að notandinn missi naglabyssuna úr greipum sér.
• Smyrjið lofttappa (H) verkfærisins a.m.k. tvisvar á
dag með smurefni frá TJEP (háð því hversu mikið
verkfærið er notað).
• Forðist að nota hreinsiefni með leysiefni til að hrein-
sa verkfærið, þar sem tiltekin leysiefni skemma eða
tæra íhluti í verkfærinu.
• Allar skrúfur og allir boltar skulu vera vel hertar/hertir
og óskemmdar/óskemmdir. Lausar skrúfur geta valdið
mikilli hættu og alvarlegu líkamstjóni eða eignatjóni.
• Ráðlagt er að nota síu og þrýstijafnara á loftþjöppuna.
• Tæmið vatnshylki loftþjöppunnar daglega.
• ALDREI má nota verkfærið ef einhver vafi leikur á
ástandi þess.
Kalt í veðri
• Þegar verkfærið er notuð við hitastig sem er um eða
undir frostmarki er hætta á að rakinn í loftslöngunni
frjósi, en slíkt getur komið í veg fyrir að hægt sé að
nota naglabyssuna.
• Minnkið loftþrýstinginn niður í 80 psi (5,5 bör) eða
minna.
• Fjarlægið alla nagla úr magasíninu.
• Tengið loftþjöppuna og hleypið af tómri byssunni,
því notkun við hægan hraða hitar yfirleitt upp hrey-
fanlega íhluti hennar.

Geymsla

• Ef ekki á að nota verkfærið í lengri tíma skal bera þunnt
lag af smurefni á málmhluta þess til að koma í veg fyrir
ryð. Geymið verkfærið ekki þar sem mjög kalt er í veðri.
Geymið verkfærið á hlýjum, þurrum stað þegar það er
ekki í notkun. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Förgun
• Farga skal naglabyssunni samkvæmt gildandi
lögum og reglugerðum þar að lútandi.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents