Kyocera TJEP BC 60 Safety And Operation Instructions page 84

Hide thumbs Also See for TJEP BC 60:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
• Notið verkfærið aldrei af kæruleysi eða í gríni.
• Fjarlægið öll verkfæri sem eru notuð við viðhalds-
vinnu eða viðgerðir áður en byssan er notuð. Verk-
færi sem verður eftir áfast við naglabyssuna getur
valdið slysum á fólki.
• Meðhöndlið verkfærið af fyllstu aðgát, þar sem það
getur orðið kalt og það getur skert grip og stjórnun
á verkfærinu.
• Notið aldrei verkfærið nálægt eldfimu dufti, eldfi-
mum lofttegundum eða eldfimum gufum. Verkfærið
myndar neista sem getur kveikt í lofttegundum og
valdið eldsvoða og sprengingum í naglabyssunni.
• Haldið vinnusvæðinu hreinu og vel lýstu. Óreiða og
slæm lýsing á vinnusvæði eykur hættu á slysum.
• Notið verkfærið ekki ef það er ekki í góðu ásigkomu-
lagi og starfhæft.
• Skoðið naglabyssuna fyrir notkun til að ganga úr
skugga um að hún sé í góðu ástandi og virki rétt.
Leitið eftir vanstillingu, hindrunum á hreyfingum
hreyfanlegra hluta eða öðrum einkennum sem gætu
hindrað eðlilega virkni. Notið verkfærið ekki ef eitth-
vað ofantalinna skilyrða eiga við, þar sem þau geta
valdið bilun í verkfærinu.
• Þegar verkfærið er skilið eftir í hvíldarstöðu skal hengja
það á beltið/krókinn (G) eða láta hana standa upprétta
á hylkinu eða leggja hana á hliðina. Leggið verkfærið
aldrei niður þannig að nefið (B) vísi að notandanum,
eða neinum öðrum sem kann að vera nærri.
• Aðeins fólk með nægilega tæknilega færni og þau
sem hafa lesið og skilið notkunar- og öryggisleiðbe-
iningar fyrir verkfærið mega nota þetta verkfæri.
• Haldið börnum og óviðkomandi fólki fjarri á meðan
verkfærið er notað. Allar truflanir geta leitt til þess
að notandi missir stjórnina á verkfærinu.
• Gerið alltaf ráð fyrir að það gætu verið hefti eða na-
glar í gasnaglabyssunni. Ef verkfærið er meðhönd-
lað af ógætni getur það leitt til þess að naglar
skjótast úr henni fyrir slysni og valdi slysum á fólki.
• Notandi skal aldrei beina gasverkfærinu að sjálfum
sér eða neinum í grenndinni, hvort sem í því eru
naglar eða ekki. Ef kveikt er óvænt á verkfærinu
hleypur hefti eða nagli úr byssunni og veldur slysi.
• Þvingið aldrei verkfærið. Notið það verkfæri sem
hentar verkefninu best hverju sinni þar sem slíkt
auðveldar verkið og eykur öryggi í notkun með hliðs-
jón af þeirri spennu sem verkfærið var hannað fyrir.
• Hleypið aldrei nagla úr verkfærinu nema það sé þétt
upp við stykkið sem unnið er með. Ef það er ekki í
snertingu við stykki sem unnið er með er hugsanlegt
að naglinn hitti ekki tilætlaðan stað.
• Skjótið ekki úr verkfærinu í efnivið sem er of harður
eða of mjúkur. Harður efniviður getur endurkastað
naglanum og valdið meiðslum en mjúkt efni getur
hleypt naglanum of auðveldlega í gegn og valdið því
að hann hlaupi í gegn.
• Skjótið ekki nöglum yfir aðra nagla.
• Sýnið sérstaka aðgát þegar nöglum er skotið í
fyrirliggjandi veggi eða aðra fleti með óþekktum inn-
viðum, til að forðast að naglar lendi í óséðum hlutum
eða fólki hinum megin við flötinn (t.d. rafleiðslum,
84
lögnum, rafmagnssnúrum.)
• Þegar nagla hefur verið skotið er hugsanlegt að
verkfærið hrökkvi til baka („bakslag") og hreyfist til
frá vinnufletinum. Til að draga úr slysahættu skal
ævinlega stjórna bakslaginu með því að:
∙ hafa ævinlega fulla stjórn á verkfærinu og vera
reiðubúin að bregðast við eðlilegum og skyndi-
legum hreyfingum þess, svo sem bakslagi.
∙ gera ráð fyrir bakslagi sem hugsanlega færir
verkfærið frá vinnufletinum.
∙ veita ekki viðnám gegn bakslaginu, sem getur valdið
því að verkfærið þrýstist aftur upp að vinnufletinum.
∙ halda andliti og líkamshlutum frá verkfærinu.
• Þegar unnið er nálægt jaðri stykkis eða við krappt
horn skal gæta þess vel að lágmarka flísamyndun,
sprungumyndun eða frákast eða endurvarp nagla,
sem getur valdið slysum.
• Notið verkfærið ekki til að festa niður rafleiðslur
eða rafmagnssnúrur. Verkfærið er ekki hannað fyrir
uppsetningu raflagna og getur skemmt einangrun á
rafleiðslum og rafmagnssnúrum, sem getur orsakað
raflost eða eldhættu. Verkfærið er enn fremur ekki
einangrað gegn áhrifum frá snertingu við rafmagn.
• Notið verkfærið aldrei til að framkvæma nein önnur
verk en það er sérstaklega hannað til að framkvæ-
ma. Einkum skal forðast að nota það sem hamar. Ef
verkfærið verður fyrir höggi eykur það hættuna á að
það skemmist og naglar skjótist úr því fyrir slysni.
• Notið verkfærið ekki ef öryggismerkingar vantar eða
ef þær eru skemmdar og ólæsilegar.
• Ekki má fjarlægja, eiga við eða með öðrum hætti
gera stjórntæki verkfærisins ónothæf. Notið verk-
færið ekki ef einhver hluti stjórntækja þess er óstarf-
hæfur, ótengdur, breyttur eða virkar ekki rétt.
• Ekki ætti að gera neinar breytingar á verkfærinu
nema slíkt hafi verið leyft sérstaklega í handbókinni
eða fyrir liggi skriflegt samþykki frá Kyocera Unimer-
co Fastening. Ef þessum fyrirmælum er ekki fylgt
getur það orsakað hættulegar aðstæður eða slys.
• Haldið höndum og líkama fjarri skotdrægi (B)
nagla úr verkfærinu.
• Notið aðeins nagla af þeirri gerð sem tilgreind er í
tækniforskriftum í þessari handbók.
• Sýnið aðgát við meðhöndlun nagla, þar sem þeir
geta verið með hvassar brúnir og odda.
• Notið aðeins aukahluti sem framleiðandi verkfæri-
sins framleiðir eða mælir með, eða aukahluti sem
virka með sama hætti og þeir sem Kyocera Unimer-
co Fastening mælir með.
• Setjið naglana í eftir að loftþjappan er tengd til að
koma í veg fyrir að nagli eða hefti hlaupi úr nagla-
byssunni fyrir misgáning.
• Sýnið fyllstu aðgát þegar nagli sem er fastur í
byssunni er losaður. Vélbúnaður kann að vera undir
þrýstingi og hugsanlegt er að naglinn skjótist út
þegar reynt er að losa stíflu.
• Fjarlægið þrýstiloftið þegar
∙ verkfærið er ekki í notkun,
∙ framkvæma þarf einhvers konar viðhald eða
viðgerðir,

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents