Fyrirsjáanlegar Hættur; Notkunarleiðbeiningar; Tenging Við Loftþjöppuna; Naglar Settir Í Eða Teknir Úr - Kyocera TJEP BC 60 Safety And Operation Instructions

Hide thumbs Also See for TJEP BC 60:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
∙ stífla er losuð;
∙ verkfærinu er lyft, það látið síga eða það fært á
annan stað,
∙ verkfærið er ekki í umsjá eða undir eftirliti notandans,
∙ verið er að fjarlægja nagla úr magasíninu.
• Þrýstiloft getur valdið alvarlegu líkamstjóni.
• Ávallt skal aftengja þrýstiloftið og taka verkfærið úr
sambandi við þrýstiloft þegar það er ekki í notkun.
• Beinið aldrei þrýstilofti að öðrum eða ykkur sjálfum.
• Notið ávallt lofttappa (H) fyrir verkfærið sem er af réttri
gerð til að tengja slönguna. Taka verður þrýstinginn af
verkfærinu þegar samskeyti tengisins eru aftengd.
• E kki skal fara yfir tilgreindan hámarksþrýsting P
• Ekki má tengja verkfærið við loftþjöppu sem hug-
sanlega dælir út 175 psi eða 12 börum.
• Börn ættu ekki að leika sér að verkfærinu. Börn
ættu ekki að þrífa eða sinna viðhaldi á verkfærinu.
• Lausar slöngur sem slást til geta valdið alvarlegu
líkamstjóni. Athugið ávallt hvort slöngur eða festing-
ar séu skemmdar eða lausar.
• Ákjósanlegum loftþrýstingi er náð með því að nota
loftslöngu sem er 3/8" í þvermál eða 10 mm. Ef
loftslangan er of löng getur það dregið úr loftþrýstin-
gi og loftaðveitu.
• Aldrei skal halda á verkfærinu né draga verkfærið
með slöngunni.
• Sýnið fyllstu aðgát við viðhald tækisins. Ef verkfærið
skemmist skal láta gera við það fyrir næstu notkun.
Ítarlegar upplýsingar um rétt viðhald á verkfærinu er
að finna í viðhaldsleiðbeiningum.
• Haldið verkfærinu ævinlega hreinu og þurrkið alla
fitu og/eða olíu af því þegar vinnu er lokið. Notið
ekki hreinsiefni sem innihalda leysiefni við hreinsun
á verkfærinu. Hugsanlegt er að leysiefni valdi tærin-
gu í gúmmí- og/eða plastíhlutum verkfærisins. Fita á
handfangi og yfirbyggingu verkfærisins getur valdið
því að notandi missi verkfærið og það getur valdið
slysum á nærstöddu fólki.
• Aðeins þjálfað starfsfólk ætti að sinna viðhaldi
á verkfærinu og aðeins ætti að nota íhluti sem
Kyocera Unimerco Fastening framleiðir eða mælir
með. Þannig er tryggt að verkfærið sé ævinlega
öruggt til notkunar.
• Aðeins skal knýja verkfærið með þrýstilofti við læg-
sta mögulega þrýsting fyrir vinnuna sem innt er af
hendi. Slíkt er gert til að draga úr hávaða og titringi
og til að halda sliti í lágmarki.
• Notið aðeins smurefni sem Kyocera Unimerco
Fastening eða söluaðili TJEP mælir með.
• Notið eingöngu þrýstiloft. Mikil eld- og sprengihætta
myndast þegar súrefni eða eldfimar lofttegundir eru
notaðar til að knýja naglabyssuna.
Fyrirsjáanlegar hættur
• Mikilvægt er að afla upplýsinga um hvernig fram-
kvæma á hættumat varðandi þessa áhættuþætti og
innleiða viðeigandi eftirlitsaðgerðir.
• Við notkun er hugsanlegt að laust efni úr stykkinu sem
unnið er við og úr neglingarbúnaðinum spýtist frá.
• Ef verkfærið er notað lengi í senn kann notandinn
að finna fyrir óþægindum í handleggjum, herðum,
hálsi eða öðrum hlutum líkamans.
• Titringur getur valdið alvarlegum skaða á taugum og
blóðflæði í höndum og handleggjum.
• Ef notandi verkfærisins finnur fyrir einkennum, svo
sem viðvarandi eða endurteknum óþægindum, ver-
kjum, eymslum, stingjum, doða, sviða eða stirðleika
ætti ekki að hunsa slík hættumerki. Notandi ætti að
ráðfæra sig við hæfan heilbrigðisstarfsmann að því
er varðar alla vinnuþætti.
• Við notkun verkfærisins skal notandi beita viðeigan-
di en vinnuvistfræðilega réttri líkamsstellingu. Haldið
.
traustri fótfestu og forðist óþægilega líkamsbeitingu
max
eða líkamsbeitingu sem veldur ójafnvægi.
• Haldið létt en örugglega um handfang verkfærisins
þar sem hætta á váhrifum vegna titrings eykst að
öllu jöfnu ef gripið er mjög þétt.
• Afleidd hætta sem tengist váhrifum af síendurtek-
num vinnuaðstæðum, svo sem lengd notkunar,
vinnustaða og afl sem beita þarf, kann að vera til
staðar. Ráðlagt er að kynna sér EN 1005-3 og EN
1005-4 til að fá upplýsingar um það.
• Skrik, hrösun og fall eru allt algengar orsakir slysa á
vinnustað. Gætið vel að hálum flötum við alla notkun
verkfærisins.
• Sýnið sérstaka aðgát þegar unnið er í nýju umhverfi.
Leyndir áhættuþættir kunna að vera til staðar, svo
sem raflagnir eða aðrar veitulagnir.
• Ef nota á verkfærið í umhverfi þar sem stöðurafmag-
nað ryk er til staðar er hugsanlegt að notkunin dreifi
rykinu og það getur valdið hættu. Snúið útblæstrinum
(E) frá þessum svæðum, ef slíku er við komið.
• Ef rykhætta kemur upp skal líta á það sem forgang-
smál að ná tökum á losun ryks og útblásturefna.
Notkunarleiðbeiningar
Tenging við loftþjöppuna
• Festið tengið á loftslöngunni við lofttappann á
naglabyssunni (H).
Naglar settir í eða teknir úr
• Tengið loftþjöppuna áður en nöglunum er hlaðið í
byssuna. Ef naglarnir eru settir í áður en loftþjappan er
tengd er hætta á að naglar skjótist út fyrir slysni. Be-
inið stútnum frá öllu starfsfólki og gætið þess að hafa
fingur ekki á gikknum á meðan naglarnir eru settir í.
• Ýtið lásnum á hylkinu (D) niður, opnið flipann á
hylkinu (C) og opnið hylkið (I).
• Stillanlega botn hylkisins er hægt að stilla á eftir-
farandi hátt:
∙ lyfta botnplötunni / stinga henni í viðeigandi stöðu
samkvæmt lengd naglans.
∙ lyfta og snúa botnplötunni / stinga henni í viðei-
gandi stöðu samkvæmt lengd naglans.
∙ fjarlægja innlegg hylkisins eða koma því fyrir.
• Setjið naglana í hylkið (I). Vindið af nógu mörgum
nöglum þar til þeir ná að mötunarhakinu (C). Setjið
fyrsta naglann í skotraufina.
Íslenska
85

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents