ResMed AirFit P10 User Manual page 60

Hide thumbs Also See for AirFit P10:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 5
• Hættið notkun á grímunni ef vart verður við EINHVERJAR
aukaverkanir vegna notkunar hennar og leitið ráða hjá lækninum
eða svefnráðgjafanum.
• Notkun á grímunni getur valdið eymslum í tönnum, gómi eða
kjálka eða aukið á tannvandamál sem eru til staðar. Leitið ráða hjá
lækninum eða tannlækninum ef einkennin koma í ljós.
• Eins og á við um allar grímur getur smávægileg enduröndun átt
sér stað við lágan CPAP þrýsting.
• Sjá leiðarvísi fyrir CPAP tæki eða tvístigatæki fyrir nánari
upplýsingar um stillingar og notkun.
• Gríman er ekki ætluð til notkunar með úðalyfjum sem berast í
loftveg grímunnar/slöngunnar.
• Fjarlægið allar umbúðir áður en gríman er notuð.
Athugið: Tilkynna skal öll alvarleg atvik sem upp koma í tengslum við
notkun þessa tækis til ResMed og lögbærra yfirvalda í viðkomandi landi.
Hvernig nota á grímuna
Þegar gríman er notuð með ResMed CPAP-tæki eða tvístigatæki sem
bjóða upp á valkosti fyrir grímustillingu, skal sjá kaflann tækniforskriftir í
þessari notendahandbók um valkosti við val á grímum.
Fyrir ítarlegan lista yfir samhæfð tæki fyrir þessa grímu, sjá „Mask/Device
Compatibility List" á ResMed.com/downloads/masks.
Athugasemdir:
• Þessi gríma er ekki samhæfð til notkunar með ResMed AutoSet CS™
2 og VPAP™ Adapt SV tækjum.
• Hugsast getur að SmartStart virki ekki vel þegar gríman er notuð með
ákveðnum CPAP-tækjum eða tvístigatækjum með þennan eiginleika.
• Ef þú finnur fyrir þurrki í nefi eða ertingu er mælt með því að nota
rakatæki.
Mátun
1. Haltu púðunum frá nefinu og gættu þess að púðastærðin (t.d. M) með
vinstri (L) og hægri (R) vísunum snúi rétt að þér og leiddu nefpúðana
inn í nasirnar (L í vinstri nösina, R í hægri nösina). Togaðu
höfuðfestingarnar yfir höfuðið með því að halda við neðri ólina og
teygja hana aftur fyrir hnakka. Efri ólin ætti að liggja þægilega efst á
höfðinu.
Íslenska
3

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents