ResMed AirFit P10 User Manual page 58

Hide thumbs Also See for AirFit P10:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 5
ÍSLENSKA
AirFit™ P10
Neföndunarkerfi
Þakka þér fyrir að velja AirFit P10. Í þessu skjali er að finna
notendaleiðbeiningar fyrir AirFit P10 og AirFit P10 for Her grímurnar sem
vísað er til sem AirFit P10 í þessari handbók. AirFit P10 fylgja bláar
höfuðfestingar en AirFit P10 for Her fylgja bleikar höfuðfestingar.
Hvernig nota á þessa handbók
Handbókina skal lesa í heild sinni áður en búnaðurinn er notaður. Þegar
verið er að fylgja leiðbeiningunum er hægt að hafa myndirnar fremst og
aftast í handbókinni til hliðsjónar.
Ætluð not
AirFit P10 leiðir loftstreymi til sjúklings án inngrips frá tæki með jákvæðan
loftþrýsting (Positive Airway Pressure (PAP)) svo sem tæki með
samfelldan jákvæðan loftþrýsting (Continuous Positive Airway Pressure
(CPAP)).
AirFit P10 er:
• ætlað til notkunar hjá sjúklingum (>30 kg) sem ávísað hefur verið tæki
með jákvæðum loftþrýstingi
• ætlað til endurtekinnar notkunar fyrir einn sjúkling heima fyrir og til
endurtekinnar notkunar fyrir fleiri en einn sjúkling innan
heilbrigðisstofnunar eða á sjúkrahúsi.
Klínískur ávinningur
Klínískur ávinningur af loftgrímum er að veita sjúklingum árangursríka
meðferð með meðferðartæki.
Fyrirhugaður sjúklingahópur/heilsufarsvandamál
Langvinnir teppusjúkdómar í lungum (t.d. langvinn lungnateppa),
lungnaherpusjúkdómar (t.d. sjúkdómar í starfsvef lungna, sjúkdómar í
brjóstvegg, tauga- og vöðvasjúkdómar), sjúkdómar/kvillar í
öndunarstýringu, kæfisvefn og grunn öndun vegna offitu.
Íslenska
1

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents