Öryggisleiðbeiningar; Öryggi Í Notkun; Leiðbeiningar Um Notkun; Öryggismerkingar - Ransomes Super Certes 51 Safety, Operation & Maintenance Manual

Ec3 series; jg series; jf series; ef3 series; eg3 series
Table of Contents

Advertisement

3
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
3.1
ÖRYGGI Í NOTKUN ____________________________________________
Þetta öryggistákn gefur í skyn að mikilvæg öryggisskilaboð sé að finna í þessari handbók. Þegar þetta tákn
birtist skal hafa sérstakan vara á möguleikum á slysum og lesa vandlega skilaboðin sem birtast og láta aðra
stjórnendur vita.
3.1.1
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Tryggið að leiðbeiningarnar í þessari bók séu lesnar og þær að fullu skildar.
Enginn ætti að stjórna þessu tæki nema viðkomandi þekki fullkomlega öll stjórntæki og
öryggisráðstafanir.
Aldrei má leyfa börnum, eða fólki sem ekki hefur kynnt sér þessar leiðbeiningar, nota þessa vél. Vera
má að staðarbundnar reglugerðir setji takmörk við aldur notanda.
3.1.2
ÖRYGGISMERKINGAR
Mikilvægt er að allar öryggismerkingar séu vel læsilegar. Ef þær vantar eða eru ólæsilegar skal skipta
um þær. Ef einhver hluti vélarinnar sem hefur á sér öryggismerkingu er fjarlægður skal setja nýja
merkingu á nýja hlutann. Hægt er að fá nýjar öryggismerkingar frá söluaðilum Ransomes Jacobsen.
3.1.3
VÉLIN SETT Í GANG
Áður en vélin er sett í gang skal tryggja að bremsurnar séu á, gírar séu í hlutlausu, hlífar séu á sínum
stað og heilar og nærstaddir séu í öruggri fjarlægð frá vélinni.
Ekki skal láta vélina ganga inni í byggingu án fullnægjandi loftræstingar.
3.1.4 VÉLINNI EKIÐ
Áður en vélin er hreyfð skal tryggja að allir hlutar hennar séu vel starfhæfir og gefa sérstakar gætur
bremsum, hjólbörðum, stýrisbúnaði og öryggi skurðblaða.
Skipta skal um bilaða hljóðkúta og aðeins skal slá í dagsbirtu eða í góðri gervibirtu
Ávallt skal fylgjast með hraðbrautarmerkingum á vegum og utan þeirra. Haldið ávallt vöku ykkar. Verið
vakandi fyrir umferð þegar farið er yfir götur eða nálægt þeim.
Stöðvið snúning blaðanna áður en ekið er yfir annað yfirborð en gras.
Munið að sumt fólk er heyrnarlaust eða sjónlaust og að börn og dýr geta verið óútreiknanleg.
Akið ekki hraðar en svo að neyðarstöðvun sé möguleg og örugg á öllum tímum og við allar aðstæður.
Fjarlægið eða forðist fyrirstöður á svæðinu sem skal slá og minnkið þar með möguleikann á því að
skaða ykkur sjálf og/eða aðra.
Þegar bakkað er skal gæta sérstaklega að því að svæðið fyrir aftan sé laust við fyrirstöður og/eða að
fólk sé ekki nærri. Akið EKKI með farþega.
Hafið í huga að stjórnandi eða notandi er ábyrgur fyrir slysum eða áhættu sem öðru fólki eða eignum
þeirra kann að vera búin.
is-8

Hide quick links:

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents