Dagleg Notkun; Þrif Og Viðhald - IKEA TILLREDA Manual

Hide thumbs Also See for TILLREDA:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 7
ÍSLENSKA
Aðlagaðu hitastillingu með því að hafa í huga að
hitastigið inni í tækinu fer eftir:
• herbergishitastigi
• hve oft dyrnar eru opnaðar
• geymslumagni af matvælum
• staðsetningu ísskápsins
Mikilvægt! Ef umhverfishitastig er of hátt eða
ísskápurinn fullhlaðinn og hann stilltur á lægsta
hitastig getur verið að hann sé stöðugt í gangi þannig
að hrím leggst á bakhliðina að innan. Í þessu tilfelli
verður að stilla hærra hitastig til að leyfa sjálfvirka
afþíðingu og því minnkar orkunotkun.

Dagleg notkun

Ábendingar um kælingu á ferskum matvælum
Breiddu yfir eða pakkaðu inn matnum, sérstaklega
ef hann er bragðsterkur.
Staðsettu matinn þannig að loft geti leikið
óhindrað um hann.
Til að ná sem bestum árangri skaltu skilja nóg
pláss eftir í kælihólfinu til að loft geti streymt um
umbúðirnar. Einnig skal skilja eftir nægilegt rými
framan við svo að hægt sé loka dyrunum vel.
Ekki skal geyma heitan mat eða vökva sem gufar
upp af í kæliskápnum.
Eldaður matur og kaldir réttir: hyljið og setjið á
einhverja hillu.
Ávextir og grænmeti: hreinsið vel og látið í
grænmetisskúffuna. Banana, kartöflur, lauk og
hvítlauk má ekki geyma í kæliskápnum án umbúða.
Smjör og ostur: látið í sérstök loftþétt ílát eða
pakkið í álpappír eða plastpoka til að útiloka sem
mest loft.
Flöskur: lokið með loki og látið í hurðahillur.
Orkusparnaðarráð
Setjið upp heimilistækið í þurru, vel loftræstu
herbergi langt frá hvers kyns hitagjöfum
(t.d. ofnum, pottum o.s.frv.) og á stað sem sólin skín
ekki beint á. Notið einangrunarplötu eftir þörfum.
Þrif og viðhald
Almenn ráð
Þrífið heimilistækið reglulega með klút og
volgri vatnslausn með hlutlausu hreinsiefni sem
sérstaklega er ætlað innra borði kælisins. Forðist
hreinsiefni og verkfæri sem rispa.
Áður en heimilistækið er þjónustað eða þrifið skal
taka það úr sambandi eða aftengja rafmagni.
VARÚÐ!
Ekki má láta fylgihluti kælis í
uppþvottavél.
Ráð:
Því lægra sem hitastigið er þeim mun lengur er
hægt að geyma matvælin og þeim mun meira
rafmagn notar heimilistækið.
Því hærra sem hitastigið er því hraðar skemmast
matvælin og því minna rafmagn notar
heimilistækið.
Slökkva á
Þegar slökkt er á heimilistækinu skal snúa
hitastillihnappnum á stöðuna „OFF" og síðan skaltu
taka aðalklóna úr sambandi.
Fylgið uppsetningarfyrirmælum til að tryggja
næga loftræstingu.
Ónóg loftræsting bak við tækið eykur orkunotkun
og dregur úr kælinýtni.
Umhverfishiti, opnunartíðni sem og staðsetning
heimilistækisins geta haft áhrif á hitastig inni í
heimilistækinu. Hitastillingin ætti að miðast við
þessa þætti.
Látið heit matvæli og drykki kólna áður en þau eru
sett í heimilistækið.
Ekki láta matvæli hindra viftuna (ef hún er til
staðar).
Þegar matvæli eru látin í kæliskápinn eða tekin út
þarf að tryggja að dyrnar séu vel lokaðar, einkum á
frystinum.
Lágmarkið opnun á hólfum.
Við þíðingu matvæla skal láta þau í kæliskápinn.
Lága hitastigið á frosnum matvælum kælir niður
matvælin í ísskápnum.
Fyrirkomulag á hillum í kæliskáp hefur engin áhrif
á orkunýtni. Matvæli skal setja þannig á hillur
að það tryggi næga loftun (matvæli eiga ekki að
snertast og halda skal fjarlægð á milli matvæla og
bakhliðar).
Skipta skal sem fyrst um skemmdar þéttingar.
Afþíðing heimilistækis
Afþíða skal heimilistækið.þegar íslagið á yfirborði
kælivefjanna er orðið 3 til 4 mm þykkt.
Áður en afþítt er skal fjarlægja öll matvæli og
slökkva á heimilistækinu. Látið afþíðingarbakkann
undir kælivefjurnar til að taka við bráðnuðu
vatninu.
Eftir að allur ísinn er bráðnaður skal hella burt
vatninu, þurrka heimilistækið að innan með
þurrum klút og kveikja aftur á heimilistækinu.
322

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents