Fyrir Fyrstu Notkun - AEG NIG85M30AB User Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 156

5. FYRIR FYRSTU NOTKUN

AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
5.1 Vafrað um skjáinn
Til að vafra milli skjáa skaltu ýta á táknin neðst á skjánum. Þú getur einnig rennt fingrunum til
vinstri til að stjórna stillingunum fyrir Hob²Hood eða til hægri til að ná í Menu (Valmynd).
5.2 Fyrsta tenging við rafmagn
Þegar þú tengir helluborðið við rafmagn
þarftu að stilla Language (Tungumál),
Brightness (Birta) og Volume (Hljóðstyrkur).
Þú getur breytt stillingunni í Menu (Valmynd)
> Settings (Stillingar) > Setup (Uppsetning).
Sjá „Dagleg notkun".
5.3 Notkun á skjánum
• Aðeins er hægt að nota baklýst tákn.
• Til að virkja tiltekinn valkost skaltu snerta
viðeigandi tákn á skjánum.
• Valin aðgerð virkjast þegar þú fjarlægir
fingurinn af skjánum.
• Til að skruna í gegnum þá valkosti sem í
boði eru skaltu beita snöggri hreyfingu eða
draga fingurinn þvert yfir skjáinn. Hraði
hreyfingarinnar ákvarðar hversu hratt
skjárinn hreyfist.
• Skrunið getur stöðvast að sjálfu sér eða
þú getur stöðvað það strax ef þú snertir
skjáinn.
• Þú getur breytt flestum breytum sem
sýndar eru á skjánum þegar þú snertir
viðeigandi tákn.
• Til að velja æskilega aðgerð eða tíma
getur þú skrunað í gegnum listann og/eða
snert þann valkost sem þú vilt velja.
322
ÍSLENSKA
• Þegar helluborðið er virkjað og sum
táknanna hverfa af skjánum skaltu snerta
hann aftur. Öll táknin birtast aftur.
• Fyrir tilteknar aðgerðir, þegar þú ræsir
þær, birtist sprettigluggi með
viðbótarupplýsingum.
5.4 FlexPower
FlexPower skilgreinir hversu mikla raforku
helluborðið notar í heild, innan þeirra marka
sem öryggi í rafmagnsinntaki hússins setja.
Upprunalega vinnur heimilistækið best með
mesta mögulega aflinu. Þú getur breytt
hámarksaflinu ef uppsetningin styður ekki við
fullt afl.
VARÚÐ!
Verið viss um að það afl sem valið er sé í
samræmi við öryggi á heimilinu.
Ef raforkan er lægri en 2000 W, getur þú
ekki virkjað nein sjálfvirk kerfi (Dishes
(Réttir) eða FUNCTIONS (AÐGERÐIR)).
1. Gakktu úr skugga um að slökkt sé á öllum
eldunarhellum.

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents