Electrolux LNT9MD36X3 User Manual page 41

Table of Contents

Advertisement

Available languages

Available languages

6.6 Rakastýring
Glerhillan innifelur búnað með ristum
(stillanlegar með rennihandfangi) sem
gerir mögulegt að stýra rakanum í
grænmetisskúffunni.
Ekki setja neinar matvörur á
rakastýringarbúnaðinn.
Staðan á rakastýringu veltur á tegundum
og magni ávaxta og grænmetis:
• Raufir lokaðar: ráðlagt þegar er lítið
magn af ávöxtum og grænmeti. Með
þessum hætti er náttúrulegu rakastigi
ávaxta og grænmetis viðhaldið lengur.
• Raufir opnar: ráðlagt þegar er mikið
magn af ávöxtum og grænmeti. Með
þessum hætti leiðir meira loftflæði til
lægra rakastigs.
6.7 Vifta
Kæliskápshólfið er með búnað sem gerir
kleift að kæla matinn hratt og halda
jafnara hitastigi í hólfinu.
Þessi búnaður virkjast sjálfkrafa þegar
þörf er á.
Lokaðu ekki fyrir loftinntakið
og loftunarop þegar þú
geymir matvæli því það
hamlar loftun með viftunni.
6.8 Flöskugrind
Kælihólfið er útbúið með flöskurekka sem
hægt er að geyma vínflöskur eða
drykkjarvörur á og hann er hægt að taka
út til að hreinsa.
Settu flöskurnar (með stútinn vísandi
fram) í forstillta hilluna.
Flöskurekkann skal aðeins
nota til að geyma flöskur.
Gakktu úr skugga um að
flöskur séu lokaðar.
6.9 Frysta fersk matvæli
Frystihólfið hentar til þess að frysta
ferskan mat og geyma frosinn og
djúpfrosinn mat til lengri tíma.
Til að frysta fersk matvæli skal virkja
Super Freeze aðgerðina minnst 3
klukkustundum áður en maturinn sem á
að frysta er settur í frystihólfið.
Dreifið fersku matvælunum jafnt yfir
fyrsta hólfið eða skúffuna talið ofan frá.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á sólarhring án þess að bæta við
öðrum ferskum matvælum er tilgreint á
merkiplötunni (merkingu sem staðsett er
inni í heimilistækinu).
6.10 Geymsla á frosnum
matvælum
Þegar heimilistækið er virkjað í fyrsta
sinn eða eftir notkunarhlé skal láta það
ganga í minnst 3 klukkustundir áður en
vörurnar eru settar í hólfið með kveikt á
Super Freeze aðgerðinni.
VARÚÐ!
Ef þiðnun verður fyrir slysni,
til dæmis af því að rafmagnið
fer af, og rafmagnsleysið
hefur varað lengur en gildið
sem sýnt er á merkiplötunni
undir „hækkunartími", þarf
að neyta þídda matarins fljótt
eða elda hann strax, kæla
og frysta hann svo aftur.
ÍSLENSKA
41

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents