Electrolux LNT9MD36X3 User Manual page 37

Table of Contents

Advertisement

Available languages

Available languages

• viðvörunarhljóðmerki pípir.
Slökkt á viðvöruninni
• Ýttu á hvaða hnapp sem er á
stjórnborðinu til að slökkva á
viðvöruninni. Hámarkshitastigið sem
næst í hólfinu birtist á skjánum og
viðvörunarvísirinn blikkar þangað til
fyrra hitastigi er náð á ný.
• Viðvörunarpípið slokknar sjálfkrafa
eftir eina klukkustund. Viðvörunarvísir
blikkar og villukóði er á skjánum.
• Ef heimilistækið er komið aftur á
innstillt hitastig slokknar á viðvöruninni
og skjárinn verður venjulegur á ný.
Athugaðu hvort matvælin að innan
hafi nokkuð skemmst eða þiðnað. Ef
svo er skaltu fara í kaflann „Þíðing".
Sjá kaflann „Hitastilling" til að
stilla hitastigið í hverju hólfi.
4.6 Super Cool aðgerð
Ef þú þarft að setja inn mikið magn af
mat við stofuhita í kælihólfið, til dæmis
eftir matarinnkaup, stingum við upp á að
þú virkir Super Cool aðgerðina til að
kæla vörurnar hraðar og til að hindra að
maturinn sem fyrir er í kælinum hitni.
Til að virkja þessa aðgerð skaltu ýta
ítrekað á stýrihnapp kælihólfsins þar til
Super Cool vísirinn birtist. Heimilistækið
pípir tvisvar til að staðfesta stillinguna.
Þegar þessi hamur er virkur:
• Hægt er að breyta hitastiginu í
frystihólfinu.
• Ekki er hægt að velja Super Freeze
aðgerðina.
• Ekki er hægt að velja Economy
haminn.
• Ekki er hægt að velja Holiday haminn.
Aðgerðin stöðvast sjálfkrafa eftir að
hámarki 5 klukkustundir eða þegar
skynjarinn nær lægsta hitastigi
kælihólfsins (1-3°C).
Þú getur einnig afvirkjað Super Cool
aðgerðina með því að endurtaka ferlið
þar til það slokknar á Super Cool vísinum
eða með því að velja annað hitastig fyrir
kælihólfið.
4.7 Super Freeze aðgerð
Super Freeze aðgerðin er notuð til að
forfrysta og hraðfrysta í þeirri röð í
frystihólfinu. Hún hraðar frystingu ferskra
matvæla og ver um leið matvæli sem
þegar eru geymd gegn óæskilegri hitnun.
Til að frysta fersk matvæli
skal virkja Super Freeze
aðgerðina minnst 3
klukkustundum áður en
maturinn sem á að forfrysta
er settur í frystihólfið.
Til að virkja þessa aðgerð skaltu ýta
ítrekað á stýrihnapp frystihólfsins þar til
Super Freeze vísirinn birtist.
Heimilistækið pípir tvisvar til að staðfesta
stillinguna.
Þegar þessi hamur er virkur:
• Hægt er að breyta hitastiginu í
kælihólfinu.
• Ekki er hægt að velja Super Cool
aðgerðina.
• Ekki er hægt að velja Economy
haminn.
• Ekki er hægt að velja Holiday haminn.
Þessi aðgerð stöðvast sjálfkrafa eftir 24
klukkustundir.
Þú getur einnig afvirkjað Super Freeze
aðgerðina með því að endurtaka ferlið
þar til það slokknar á Super Freeze
vísinum eða með því að velja annað
hitastig fyrir frystihólfið.
4.8 Economy hamur
Economy-hamurinn tryggir góða
varðveislu matvæla með
lágmarksorkunotkun. Þetta er besta
stillingin fyrir tímabil án notkunar.
Til að virkja þessa aðgerð skaltu ýta á
Mode hnappinn þar til Economy vísirinn
birtist. Heimilistækið pípir tvisvar til að
staðfesta stillinguna.
Þegar þessi hamur er virkur:
• Hitastigsvísar kæli- og frystihólfs sýna
„E".
• Hægt er að breyta hitastiginu í kæli-
og frystihólfinu. Þegar Economy-
hamurinn er afturkallaður, virkjast
valin hitastigsgildi á ný.
ÍSLENSKA
37

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents