Lýsing; Tilgangur; Yfirlit; Almennar Öryggisviðvaranir Fyrir Rafmagnsverkfæri - Echo DCS-310 Operator's Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
1
LÝSING
1.1

TILGANGUR

Þessi keðjusög er gerð til að saga greinar, trjáboli, bjálka og
bita sem hafa sama þvermál og lengd beinistangarinnar.
Aðeins gerð til að saga við.
Hún er aðeins ætluð til notkunar utandyra, til heimilisnota af
fullorðnum.
Notið keðjusöguna ekki í öðrum tilgangi en ofangreindum.
Þessi keðjusög er ekki ætluð til notkunar í atvinnuskyni. Börn
eða einstaklingar án fullnægjandi hlífðarbúnaðar og fatnaðar
mega ekki nota hana.
1.2

YFIRLIT

Mynd 1-24.
Hlíf beinistangar
1
Hlíf framhandfangs /
2
keðjuhemill
Framhandfang (fyrir
3
vinstra handfang)
Gikkur með læsingu
4
Rofi
5
Olíugeymislok
6
Olíumælir
7
Reknagli
8
Sagkeðja
9
10 Beinistöng
11 Lykill
12 Afturhandfang (fyrir
hægra handfang)
13 Stillir fyrir
keðjuspennu
14 Hlíf tannhjóls
15 Rær tannhjólshlífar
16 Bolti fyrir spennu
sagkeðju
17 Tannhjól
18 Hnappur til að losa
rafhlöðu
19 Olíuúttak
2
ALMENNAR
ÖRYGGISVIÐVARANIR FYRIR
RAFMAGNSVERKFÆRI
VIÐVÖRUN
Lesið allar öryggisviðvaranir, fyrirmæli,
skýringarmyndir og tæknilýsingar sem fylgja með
rafmagnsverkfærinu. Ef öllum fyrirmælum að neðan er
ekki fylgt getur það leitt til rafstuðs, eldsvoða og/eða
alvarlegs líkamstjóns.
Íslenska
20 Stangarrauf
21 Hlekkir keðjudrifs
22 Skeri
23 Skoruskurðir
24 Bakskurður
25 Fleygar (við pláss)
26 Fallstefna
27 Aðferðin draga þvert
yfir
28 Felliskurðir
29 Geymið stoðgreinar
þar til að lokum
30 Rennið stoðbitum
undir bolinn
31 Hjarir
32 Opnað
33 Lokað
34 1/3 þvermál. Til að
koma í veg fyrir
klofningu
35 Veikingarskurður að
lokum
36 Niður
37 Óstuddur endi
38 Upp
Geymið allar viðvaranir og fyrirmæli fyrir síðari skoðun.
Hugtakið „rafmagnsverkfæri" í viðvörununum vísar til
rafhlöðuknúins rafmagnsverkfæris (án snúru).
2.1
ÖRYGGI Á VINNUSVÆÐI
Haldið vinnusvæðinu hreinu og vellýstu. Illa lýst svæði
og fullt af rusli býður hættunni heim.
Ekki nota rafmagnsverkfærin í sprengifimu lofti, þar
sem er að finna eldfima vökva, gös eða ryk.
Rafmagnsverkfæri mynda neista sem geta kveikt í ryki eða
lofttegundum.
Haldið börnum og vegfarendum frá, þegar unnið er
með rafmagnsverkfærið. Ónæði getur valdið því að þú
missir stjórn á verkfærinu.
2.2
RAFMAGNSÖRYGGI
Kló rafmagnsverkfærisins verður að passa í úttakið.
Aldrei má breyta klónni á nokkurn hátt. Notið ekki
breytiklær með jarðtengdum rafmagnsverkfærum.
Óbreyttar klær og innstungur draga úr áhættu á raflosti.
Forðist snertingu við jarðtengd yfirborð eins og rör,
ofna, eldavélar og ísskápa. Hætta á raflosti eykst ef
líkami er jarðtengdur.
Rafmagnsverkfærið má ekki komast í snertingu við
regn eða raka. Vatn sem kemst í rafmagnsverkfærið mun
auka hættuna á rafstuði.
Ekki misbeita rafmagnssnúrunni. Aldrei má nota
rafmagnssnúruna til að bera eða toga í
rafmagnsverkfærið eða taka það úr sambandi. Haldið
snúrunni frá hita, olíu, beittum köntum eða
hreyfanlegum hlutum. Skemmdar eða flæktar snúrur
auka hættuna á raflosti.
Þegar rafmagnsverkfæri er notað utandyra skal nota
framlengingarsnúru sem hentar til notkunar
utandyra. Ef snúra, sem hentar til notkunar utandyra, er
notuð minnkar það hættuna á raflosti.
Ef ekki er hægt að komast hjá því að nota
rafmagnsverki á rökum stað skal nota veitu með
LEKASTRAUMSLIÐA (RCD). Notkun á RCD dregur
úr hættu á raflosti.
2.3
ÖRYGGI MANNA
Verið vel á verði, hafið auga með því sem gert er og
notið almenna skynsemi þegar unnið er með
rafmagnsverkfærið. Ekki má nota rafmagnsverkfærið
þegar notandi er þreyttur eða undir áhrifum lyfja,
alkóhóls eða eiturlyfja. Augnabliks skortur á athygli,
meðan rafmagnsverkfærið er notað, getur valdið
alvarlegu líkamstjóni.
Notið persónuhlífar. Alltaf skal nota augnhlífar.
Hlífðarbúnaður eins og rykgríma, stamir öryggisskór,
hjálmur eða heyrnarhlífar notaður í viðeigandi aðstæðum
mun draga úr líkamstjóni.
Hindra verður óviðeigandi ræsingu. Ganga verður úr
skugga um að slökkt sé á rofa, áður en tengt er við
rafmagn og/eða rafhlöðu komið fyrir sem og þegar
361
IS

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents