Download Print this page

Canvac Q Air CPF6420S Use Instructions page 34

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 10
34
IS
EFNISYFIRLIT
Öryggisleiðbeiningar ............................................................................................................................ 34
Íhlutir viftunnar ........................................................................................................................................35
Leiðbeiningar um uppsetningu ........................................................................................................36
Notkunarleiðbeiningar .........................................................................................................................37
Viðhald og þrif ..........................................................................................................................................39
VARKÁRNI!
Kynntu þér öryggisleiðbeiningar og aðrar leiðbeiningar vandlega.
VIÐVÖRUN
1. Hafi rafmagnsleiðslan skemmst skal skipt um hana af framleiðanda, tæknimanni eða öðrum til þess
bærum einstaklingum (skemmd rafmagnsleiðsla er hættuleg).
2. Tækið skal eingöngu nota innandyra.
3. Gættu þess vandlega að tækið, rafmagnsleiðslan eða klóin lendi ekki í vatni eða öðrum vökva (hætta
á rafhöggi).
4. Börn frá 8 ára aldri og fólk með skerta líkamlega getu, skerta heyrn/sjón, skerta andlega getu eða
án reynslu mega því aðeins nota tækið að það sé gert undir eftirliti eða sé þeim leiðbeint um örugga
notkun tækisins og að þau átti sig á öllum hættum sem fylgja notkuninni. Börn mega aldrei leika sér
með tækið. Börn mega ekki hreinsa eða sinna viðhaldi án eftirlits. Gakktu úr skugga um að ung börn
leiki sér ekki með tækið.
5. Aftengdu tækið frá vegginnstungunni þegar það er ekki í notkun og fyrir þrif þess.
6.
Rétt förgun á tækinu.
Þetta tákn gefur til kynna að tækinu skuli ekki fargað með venjulegu heimilissorpi innan ríkja
ESB. Farðu með tækið í endurvinnslu. Þannig stuðlar þú að því að koma í veg fyrir að valda skaða á
umhverfinu og heilsu manna, auk þess sem endurnýtanlegir hlutir tækisins verða nýttir aftur. Notaðu
vinsamlegast söfnunar- og skilakerfið eða hafðu samband við smásöluaðilann þar sem þú keyptir tækið
til að skila notuðu tæki. Söluaðilinn getur endurunnið þetta tæki á umhverfisvænan hátt.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
1. Ekki stinga fingrum, pennum eða neinu öðrum í gegnum grindina
þegar viftan er í gangi.
2. Aftengdu viftuna rafmagni áður en hún er færð á milli staða.
3. Gættu þess að viftan standi á stöðugum fleti við notkun (til að
draga úr hættu á að hún velti).
4. EKKI SETJA viftuna upp nálægt opnum glugga (rigning getur
valdið hættu með rafmagn).
5. Einungis ætluð til heimilisnotkunar.
© 2022, Elon Group AB. All rights reserved.

Advertisement

loading