Toolson DWS225DC Operating Manual page 135

Drywall sander
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 13
Stilla sogkraftinn (mynd 7)
• Snúið sogkraftsstillinum þar til æskilegum sogkrafti er
náð.
Rafmagnstenging
Uppsetti rafmagnsmótorinn er tengdur og tilbúinn til
notunar. Tengingin er samkvæmt viðeigandi VDE og DIN
reglugerðum.
Aðaltengingar og framlengingarsnúrur viðskiptavinarins
verða einnig að uppfylla þessi skilyrði.
Hættulegar rafmagnstengingar
Einangrunarskemmdir eiga sér oft stað á rafmagns-
snúrunum.
Ástæður eru t.d.:
• Þrýstipunktar sem verða þegar snúran er leidd geg-
num glugga og dyr.
• Brot sem koma vegna óviðeigandi tengingar eða
leiðarinnar sem farið er með snúruna.
• Skurðir sem verða þegar keyrt er yfir snúruna.
• Einangrunarskemmdir sem verða þegar snúran er
toguð úr vegginnstungu.
• Rifur vegna einangrunar sem er orðin gömul.
Slíkar hættulegar snúrur má ekki nota og eru lífshættu-
legar vegna einangrunarskemmda.
Athugið reglulega hvort rafmagnssnúrur séu skemmdar.
Verið viss um að snúrurnar séu ekki tengdar í rafmagn
þegar verið er að athuga þær. Rafmagnssnúrurnar ver-
ða að uppfylla viðeigandi VDE og DIN reglugerðir. Notið
aðeins snúrur/tengi merkt H 07 RN. Samkvæmt lögum
verða snúrurnar/tengin að vera rétt merkt.
AC mótor
• Rafstraumurinn þarf að vera 230 Volt – 50 Hz.
• Framlengingarsnúra upp að 25 metrum verður að
hafa krosshluta i stærð 1.5 mm2, ef snúran er lengri
en 25 metrar verður krosshlutinn að vera að minnsta
kosti 2.5 mm2.
• Aðaltengingin er vernduð gegn skammhlaupi með 16A
hægu öryggi.
Tengingar og viðgerðir á rafbúnaði má aðeins
lærður rafvirki gera.
Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast hafið með-
ferðis eftirfarandi upplýsingar:
• Tegund rafstyrks fyrir mótorinn
• Upplýsingar frá tegundarplötu vélarinnar
Þegar senda á mótorinn til baka, sendið alltaf alla vélar-
eininguna með rofa.
Fylgið varúðarráðleggingum!
Viðhald
Að skipta um slípunardiskinn (mynd 8.1, 8.2)
• Fjarlægið sandpappírinn (1).
• Setjið sexkantinn (3) í sexhyrndu holuna í miðjunni á
slípunardiskinum (2) og snúið réttsælis til að fjarlægja
skemmda slípunardiskinn (2).
• Setjið nýja slípunardiskinn (2) á og herðið að aftur.
Að skipta um bursta
Burstarnir eru partar sem slitna við notkun. Þess vegna
ætti að skoða burstana reglulega. Til að koma í veg fyrir
skemmdir í hringrásinni, verður að skipta um burstana
báða á sama tíma.
ATHUGIÐ!
Aðeins vottaður starfsmaður þjónustuaðila má skipta um
burstana. Aðeins má nota tækið með báða burstana á.
Hreinsun
Hreinsa verður tækið eftir hvert skipti sem slípað er með
því.
• Regluleg hreinsun á tækinu getur lengt líftíma þess og
minnkar viðgerðarvinnu sem annars þyrfti að gera.
• Við mælum með að hreinsa tengistykkin og aðra hluti
rafmótorsins án þess að nota vatn.
• Hlutina ætti að hreinsa strax eftir notkun.
• Hreinsið hlutina með bursta úr hárum og þurrum klút.
Þjónusta
Aðeins sérhæft þjónustufólk má hreinsa raftækið þitt
og notið aðeins varahluti sem eru eins í hönnun. Þetta
tryggir tæknilegt öryggi á meðan á notkun stendur.
Geymsla og flutningur
1. Geymið vélknúna tækið á þurrum, vel loftræstum
stað, þar sem börn ná ekki til, t.d. í háum skáp eða á
læstum stað þegar ekki er verið að nota það.
2. Geymið vélknúna tækið með notkunarleiðbeiningun-
um og öllum fylgihlutum í upprunalegu pakkningun-
ni, ef þess er kostur. Þannig hefurðu allar upplýsin-
gar og parta tiltæka.
3. Haltu alltaf á gripflötum vélknúna tækisins þegar þú
berð það.
4. Settu vélknúna tækið í kassa eða upprunalegu pak-
kninguna til þess að forðast flutningsskemmdir.
5. Verndaðu vélknúna tækið fyrir titringi eða áföllum,
sérstaklega á meðan á flutningum í farartæki sten-
dur.
135 І 140

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents