ResMed Astral User Manual page 136

Hide thumbs Also See for Astral:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Tengst við Astral tækið fyrir færanlega notkun
Sjá mynd C.
Þegar ytri rafhlaðan er notuð við færanlegar aðstæður skal einfaldlega tengja jafnstraumsúttakskapal
ytri rafhlöðunnar í jafnstraumsinntak Astral tækisins.
Ef nauðsyn krefur er hægt að tengja aðra ytri rafhlöðu. Tengið jafnstraumsúttakskapal seinni ytri rafhlöðunnar
við jafnstraumsinntak fyrri ytri rafhlöðunnar.
Þegar hún er notuð með flutningstöskunni skal alltaf tryggja að ytri rafhlaðan sé tryggilega fest í hólfinu
fyrir ytri rafhlöðu (mynd D). Eingöngu er hægt að geyma eina ytri rafhlöðu í flutningstöskunni.
Sjá leiðbeiningar í notendahandbók flutningstöskunnar.
Ferðast með flugvél
Hafðu samband við flugfélagið ef ætlunin er að taka ytri rafhlöðuna um borð ásamt tækinu.
Þegar ferðast er með ytri rafhlöðuna:
• Við öryggishlið er þægilegt að hafa með prentað eintak af notendahandbók ytri rafhlöðunnar til að
hjálpa öryggisstarfsmönnum að skilja tækið og sýna þeim eftirfarandi setningar:
• ResMed staðfestir að ytri rafhlaðan uppfyllir skilyrði flugmálastofnunar (RTCA/DO-160, hluti 21,
flokkur M) fyrir öll stig flugferðalaga.
• ResMed staðfestir að ytri rafhlaðan uppfyllir IATA flokkun: UN 3480 – Litíumjónarafhlöður.
Hreinsun og viðhald
Hreinsun og viðhald sem lýst er í þessum hluta þarf að framkvæma reglulega.
Þurrkaðu ytra byrði rafhlöðunnar með hreinum örlítið rökum klút.
Sjá notendahandbókina varðandi tengibúnað sjúklings, rakatæki og annan aukabúnað í notkun fyrir
nánari leiðbeiningar um umhirðu og viðhald þessara tækja.
VARÚÐ
• Hreinsaðu aðeins ytra yfirborð ytri rafhlöðunnar.
VIÐVÖRUN
• Ekki dýfa ytri rafhlöðunni í vatn, og hellið ekki vökvum eða leysum í neinn hluta ytri rafhlöðunnar.
Eftirfarandi hreinsilausnir eru samhæfar til notkunar vikulega (nema eins og fram kemur) þegar ytri
yfirborð eru hreinsuð á Astral tækinu:
• Ísóprópanól
• Actichlor Plus
• Bleikiefni (1:10) (gæti einnig verið þekkt sem „þynnt hýpóklórít").
• Cavicide*
• Mikrozid*
*Hentar einungis til mánaðarlegra þrifa.
Geymsla
Gakktu úr skugga um að ytri rafhlaðan sé hrein og þurr áður en hún er sett í geymslu í einhvern tíma.
Geymdu ytri rafhlöðuna á þurrum stað fjarri beinu sólarljósi.
VARÚÐ
• Ytri rafhlaðan verður að vera hlaðin í að minnsta kosti 65-90% (gefið til kynna með þremur
grænum LED-ljósum) og slökkt á henni fyrir geymslu.
• Það eykur hraða sjálfafhleðslu ef ytri rafhlaða er geymd við hátt hitastig.
VIÐVÖRUN
• Þegar þær eru ekki í notkun sjálfafhlaða allar litíumjónarafhlöður sig með tímanum.
Endurhladdu ytri rafhlöðuna í a.m.k. 65-90% eftir sex mánuði í geymslu.
• Ef hún er ekki reglulega endurhlaðin (þ.e. á sex mánaða fresti) mun ytri rafhlaðan
á endanum afhlaða sig að sjálfu sér að því marki að ekki verður lengur hægt að endurhlaða
hana. Ef þetta gerist er ytri rafhlaðan ekki lengur nothæf og er óendurheimtanleg.
134

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents