ResMed Astral User Manual page 134

Hide thumbs Also See for Astral:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Athugið: Við eðlileg notkunarskilyrði sýnir öndunarvélin allt kerfið:
• hleðslustöðu sem prósentuhlutfall þegar öndunaraðstoð er í biðstöðu eða tengd við rafveituafl.
• Áætlaðan keyrslutíma sem eftir er, á meðan meðferð stendur yfir.
2. Rafhlöðuupplýsingar
Hægt er að fá aðgang að rafhlöðuupplýsingunum úr undirvalmynd rafhlöðu á upplýsingasíðu Astral
tengibúnaðarins. Þessi valmynd er með tvo flipa:
Hleðsla – birtir núverandi hleðslustig (0-100%) fyrir allar rafhlöður sem kerfið greinir, auk heildarhleðslu
kerfisins.
Viðhald – birtir heildarhleðslugetu og fjölda hleðslulota fyrir allar rafhlöður sem kerfið greinir.
Athugaðu hleðslustig ytri rafhlöðunnar með reglulegu millibili. Ráðlagt er að skipta um rafhlöðuna
eftir 400 hleðslulotur.
Sjá frekari upplýsingar í notendahandbók Astral.
Ytri rafhlaða hlaðin
Ytri rafhlaðan er afhent hlaðin að hluta.
Gakktu úr skugga um að ytri rafhlaðan sé fullhlaðin áður en hún er notuð til að knýja Astral tækið.
Hægt er að nota og endurhlaða ytri rafhlöðuna meðan hún er tengd við Astral tækið (sjá hlutann um
notkun og endurhleðslu ytri rafhlöðu í þessum leiðarvísi).
Hleðsla tekur innan við 6 klukkustundir úr 0% hleðslustöðu í yfir 95%.
VIÐVÖRUN
• Notaðu aðeins Astral 90 W riðstraumsgjafaeiningu til að hlaða ytri rafhlöðuna.
• Eftir því sem ytri rafhlaðan eldist, dregur úr hleðslugetu hennar. Ekki treysta á ytri rafhlöðuna
sem aðalaflgjafa þegar hleðslugetan er orðin lítil.
• Ekki er hægt að hlaða ytri rahlöðuna með jafnsstraumsinntaki.
Sjá mynd B.
1. Tengdu riðstraumskapalinn við jafnstraumsinntak ytri rafhlöðunnar.
2. Tengdu hinn enda riðstraumskapalsins í rafveituinnstungu. Hleðsla er gefin til kynna með
(sjá hluta um vísa í þessum leiðarvísi).
Athugið: Ef það reynist nauðsynlegt, þá er hægt að tengja jafnstraumsúttakskapal ytri rafhlöðunnar
í jafnstraumsinntak Astral tækisins á meðan ytri rafhlaðan er að hlaða sig. Astral tækið verður þá
áfram í gangi með notkun rafveituafls.
3. Fullhlaðin ytri rafhlaða er gefin til kynna með . Til að hætta hleðslu skal aftengja ytri rafhlöðna frá
riðstraumskaplinum.
Kveikt á ytri rahlöðu
Til að kveikja á ytri rafhlöðunni:
• Tengdu hana við Astral tækið sem er kveikt á eða;
• Ýttu á
.
Athugið: Ytri rafhlaðan slekkur sjálfkrafa á sér eftir 5 mínútur án aðgerða.
Notkun og endurhleðsla ytri rahlöðu
Þegar hún er tengd við Astral og rafveitu, endurhleður ytri rafhlaðan sig (sjá hlutann um hleðsluröð
í þessum leiðarvísi).
Notkun og endurhleðsla með Astral tækinu
Tengdu fullhlaðna ytri rafhlöðu við Astral tækið til að fá afl í allt að 16 klukkustundir við venjulega
notkun.
Sjá mynd B.
1. Tengdu jafnstraumsúttakskapal ytri rafhlöðunnar í jafnstraumsinntak Astral tækisins.
2. Tengdu riðstraumskapalinn við jafnstraumsinntak ytri rafhlöðunnar.
3. Stingdu hinum enda riðstraumskapalsins í rafveituinnstungu. Vísirinn fyrir rafveituafl lýsir á Astral
viðmótinu.
132

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents