ResMed Astral User Manual page 132

Hide thumbs Also See for Astral:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Astral ytri rafhlaða
Notendahandbók
Íslenska
Ætluð not
Astral ytri rafhlaðan („ Ytri rafhlaða") er ytri litíumjónarafhlaða ætluð til notkunar á sjúkrahúsum og
heimilum með Astral línunni af öndunarvélum.
Er ætlað til að veita Astral öndunarvélum átta klukkustundir af afli við dæmigerða notkun.
Sjá notendahandbók Astral tækisins varðandi ætlaða sjúklinga, notkun og frábendingar í tengslum við
meðferð með öndunarvél.
Fljótt á litið
Sjá mynd A
1. Hnappur til að kveikja og athuga hleðslustig
2. Vísir fyrir kveikt
3. Hleðsluvísir
Íhlutir:
• Rafhlaða með samþættan jafnstraumsúttakskapal og jafnstraumsinntakstengi
• Notendahandbók
Fáanlegt sér:
• Astral jafnstraumsmillistykki (valfrjáls aukabúnaður)
Samhæf tæki og aukabúnaður
Ytri rafhlaðan er samhæf við Astral 100 og Astral 150 línurnar af öndunarvélum.
Almennar viðvaranir og varnaðarorð
Eftirfarandi eru almennar viðvaranir og varnaðarorð. Frekari viðvaranir, varnaðarorð og athugasemdir
birtast hjá viðkomandi leiðbeiningum í notendahandbókinni.
Viðvörun varar þig við möguleika á slysum.
VIÐVÖRUN
• Aðeins skal nota rafhlöðuna í samræmi við ætlaða notkun sem fram kemur í þessum
leiðarvísi. Breytingar á búnaðinum geta leitt til skemmda á honum eða slysa.
• Ekki opna eða taka í sundur rafhlöðuna, það eru engir hlutir innan í henni sem notandi getur
viðhaldið; ef skemmd eða biluð skal hafa samband við viðurkenndan fulltrúa ResMed.
• Þjónusta skal ytri rafhlöðu á tveggja ára fresti eða þegar merkjanlegt að dregið hefur úr
notkunartíma hennar þegar hún er fullhlaðin. Sjá þjónustuhlutann í þessum leiðarvísi.
• Gakktu úr skugga um að rafhlaðan og íhlutir hennar séu í góðu ásigkomulagi áður en hún
er notuð í fyrsta sinn. Ef það um einhverja galla er að ræða, skal ekki nota ytri rafhlöðuna.
• Sprengihætta – ekki nota nálægt eldfimum svæfingarlyfjum.
• Vegna hættu á eldsvoða eða raflosti skal ekki setja rafhlöðuna nálægt opnum eldi eða
hiturum. Ekki útsetja rafhlöðuna fyrir beinu sólarljósi eða hita (til dæmis innan við
bílglugga). Ekki láta verða skammhlaup í rafhlöðunni.
• Litíumjónarafhlöður eru með innbyggðar öryggisverndarrásir en geta samt verið varasamar
ef þær eru ekki rétt notaðar. Skemmdar rafhlöður geta orðið ónothæfar eða kviknað getur
í þeim.
• Ytri rafhlaðan er ekki ætluð til nota af einstaklingum (þ.m.t. börnum) með skerta líkamlega,
skynjunarlega eða andlega hæfni, eða sem skortir reynslu og þekkingu, nema þeir séu undir
eftirliti eða hafi fengið leiðbeiningar varðandi notkun ytri rafhlöðunnar af einstaklingi sem er
ábyrgur fyrir öryggi þeirra.
• Börn skulu vera undir eftirliti til að tryggja að þau leiki sér ekki með ytri rafhlöðuna.
Varúð skýrir sérstakar ráðstafanir sem eru nauðsynlegar fyrir örugga og skilvirka notkun þessa tækis.
4. Hleðslustigsvísir
5. Samþættur jafnstraumsúttakskapall
6. Tengi fyrir jafnstraumsinntak
130

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents