ResMed Astral User Manual page 135

Hide thumbs Also See for Astral:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
Tvær ytri rafhlöður notaðar með Astral tækinu
Með því að tengja ytri rafhlöðuna við Astral tækið má fá 8 klukkustundir af afli við dæmigerða notkun.
Hægt er að tengja aðra ytri rahlöðu við Astral tækið til að fá 8 klukkustundir til viðbótar af afli við
dæmigerða notkun. Hægt er að tengja að hámarki tvær rafhlöður við Astral tækið.
VARÚÐ
Ekki reyna að tengja fleiri en tvær ytri rafhlöður. Skilaboð á Astral tækinu sem eiga sérstaklega
við rafhlöðuna koma ekki á öðrum viðbótareiningum.
Sjá mynd C.
1. Tengdu jafnstraumsúttakskapal fyrri ytri rafhlöðunnar í jafnstraumsinntak Astral.
2. Tengið jafnstraumsúttakskapal seinni ytri rafhlöðunnar í jafnstraumsinntak fyrri ytri rafhlöðunnar.
3. Tengið riðstraumskapalinn við jafnstraumsinntak seinni ytri rafhlöðunnar.
4. Stingdu hinum enda riðstraumskapalsins í rafveituinnstungu.
Hleðsluröð
1. Innri rafhlaða Astral tækisins er hlaðin fyrst.
2. Þegar innri rafhlaðan er fullhlaðin er ytri rafhlaðan (rafhlaða 1) hlaðin næst.
3. Ef önnur ytri rafhlaða (rafhlaða 2) er tengd þá er hún hlaðin eftir að rafhlaða 1 er fullhlaðin.
Athugið: Rafhlöðurnar afhlaðast í öfugri röð (þ.e. innri rafhlaðan er afhlaðin síðast).
Uppsetning fyrir færanlega notkun
Ytri rafhlaðan er tilvalin fyrir færanlega notkun (þ.e. með hjólastól) þegar gæti verið þörf á varaafli fyrir
Astral tækið. Í færanlegum kringumstæðum skal athuga reglulega með hleðsluna á ytri rafhlöðunni.
Athugið: Flutningstaskan er með hólf sem rúmar aðeins eina ytri rafhlöðu. Ef ferðast er með
fleiri en eina ytri rafhlöðu skal bíða þar til fyrsta ytri rafhlaðan er tóm (sem gefið er til kynna með
viðvörun um notkun innri rafhlöðu) áður en skipt er yfir í aðra ytri rafhlöðu. Astral tækið heldur áfram
öndunaraðstoð með því að nota innri rafhlöðuna meðan skipt er um ytri rafhlöðu.
VIÐVÖRUN
• Innri rafhlaðan veitir varaafl ef afl ytri rafhlöðu tapast. Tryggið að innri rafhlaða Astral
tækisins sé nægilega hlaðin áður en ytri rafhlaðan er notuð.
• Tryggið að ytri rafhlaðan sé nægilega hlaðin áður en hún er notuð í færanlegum
kringumstæðum. Fullhlaðin yrti rafhlaða getur veitt 8 klukkustundir af afli við dæmigerða
notkun.
• Þegar lítil hleðsla er eftir á öllum ytri rahlöðum skal tryggja að hægt sé að viðhalda
samfelldu afli með því að skipta yfir í riðstraumsafl frá rafveitu.
Rafhlaða 1
Rafhlaða 2
8 klst.
+ 8 klst.
133

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents