Kyocera TJEP 5702551001479 Safety And Operation Instructions page 78

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 157
ógætni getur það leitt til þess að naglar skjótast úr
því fyrir slysni og valdið slysum á fólki.
• Notandi skal aldrei beina verkfærinu að sjálfum sér
eða neinum í grenndinni, hvort sem í því eru naglar
eða ekki. Ef kveikt er óvænt á verkfærinu hleypur
nagli úr byssunni og veldur slysi.
• Þvingið aldrei naglabyssuna. Notið það verkfæri
sem hentar best verkefninu hverju sinni þar sem slíkt
auðveldar verkið og eykur öryggi í notkun með hliðsjón
af þeirri spennu sem verkfærið var hannað fyrir.
• Hleypið aldrei nagla úr verkfærinu nema það sé
þétt upp við stykkið sem unnið er með. Ef það er
ekki í snertingu við stykki sem unnið er með er
hugsanlegt að naglinn hitti ekki tilætlaðan stað.
• Skjótið ekki úr naglabyssunni í efnivið sem er
of harður eða of mjúkur. Harður efniviður getur
endurkastað naglanum og valdið meiðslum en
mjúkt efni getur hleypt naglanum of auðveldlega í
gegn og valdið því að hann hlaupi í gegn.
• Ekki skjóta nöglum inn í aðra nagla.
• Sýnið sérstaka aðgát þegar nöglum er skotið í
fyrirliggjandi veggi eða aðra fleti með óþekktum
innviðum, til að forðast að naglar lendi í óséðum
hlutum eða fólki hinum megin við flötinn (t.d.
rafleiðslum, lögnum, rafmagnssnúrum.)
• Þegar nagla hefur verið skotið úr naglabyssunni
er hugsanlegt að verkfærið hrökkvi til baka
(„bakslag") og hreyfist til frá vinnufletinum. Til
að draga úr slysahættu skal ævinlega stjórna
bakslaginu með því að:
· hafa ævinlega fulla stjórn á verkfærinu og
vera reiðubúin að bregðast við eðlilegum og
skyndilegum hreyfingum þess, svo sem bakslagi.
· gera ráð fyrir bakslagi sem hugsanlega færir
verkfærið frá vinnufletinum.
· veita ekki viðnám gegn bakslaginu, sem getur
valdið því að verkfærið þrýstist aftur upp að
vinnufletinum.
· halda andliti og líkamshlutum frá verkfærinu.
• Þegar unnið er nálægt jaðri stykkis eða við krappt
horn skal gæta þess vel að lágmarka flísamyndun,
sprungumyndun eða frákast eða endurvarp nagla,
sem getur valdið slysum.
• Notið naglabyssuna ekki til að festa niður
rafleiðslur eða rafmagnssnúrur. Hún er
ekki hönnuð fyrir uppsetningu raflagna og
getur skemmt einangrun á rafleiðslum og
rafmagnssnúrum, sem getur orsakað raflost eða
eldhættu. Verkfærið er enn fremur ekki einangrað
gegn áhrifum frá snertingu við rafmagn.
76
• Notið verkfærið aldrei til að framkvæma nein
önnur verk en það er sérstaklega hannað til að
framkvæma. Einkum skal forðast að nota það sem
hamar. Ef verkfærið verður fyrir höggi eykur það
hættuna á að það skemmist og naglar skjótist úr
því fyrir slysni.
• Notið verkfærið ekki ef öryggismerkingar vantar
eða ef þær eru skemmdar og ólæsilegar.
• Ekki má fjarlægja, eiga við eða með öðrum hætti
gera stjórntæki verkfærisins ónothæf. Notið
verkfærið ekki ef einhver hluti stjórntækja þess er
óstarfhæfur, ótengdur, breyttur eða virkar ekki rétt.
• Ekki ætti að gera neinar breytingar á
naglabyssunni nema slíkt hafi verið leyft
sérstaklega í handbókinni eða fyrir liggi skriflegt
samþykki frá Kyocera Unimerco Fastening. Ef
þessum fyrirmælum er ekki fylgt getur það orsakað
hættulegar aðstæður eða slys.
• Haldið höndum og líkama fjarri skotdrægi
(B) nagla úr verkfærinu.
• Notið aðeins nagla af þeirri gerð sem tilgreind er í
tækniforskriftum í þessari handbók.
Sýnið aðgát við meðhöndlun nagla, þar sem þeir
geta verið með hvassar brúnir og odda.
• Notið aðeins aukahluti sem framleiðandi
verkfærisins framleiðir eða mælir með, eða
aukahluti sem virka með sama hætti og þeir sem
Kyocera Unimerco Fastening mælir með.
• Setjið naglana í eftir að loftþjappan er tengd til að
koma í veg fyrir að hleypa af naglabyssunni fyrir
misgáning.
• Sýnið fyllstu aðgát þegar nagli sem er fastur í
byssunni er losaður. Vélbúnaður kann að vera
undir þrýstingi og hugsanlegt er að naglinn skjótist
út þegar reynt er að losa stíflu.
• Fjarlægið þrýstiloftið þegar
· verkfærið er ekki í notkun,
· framkvæma þarf einhvers konar viðhald eða
viðgerðir,
· Stífla losuð;
· verkfærinu er lyft, það látið síga eða það fært á
annan stað,
· verkfærið er ekki í umsjá eða undir eftirliti
notandans,
· verið er að fjarlægja nagla úr hylkinu.
• Þrýstiloft getur valdið alvarlegu líkamstjóni.
• Ávallt skal aftengja þrýstiloftið og taka verkfærið úr
sambandi við þrýstiloft þegar það er ekki í notkun.

Advertisement

Table of Contents

Troubleshooting

loading

This manual is also suitable for:

Tjep 5702551001493Tjep bc 60

Table of Contents