Almennar Viðvaranir - Kyocera TJEP 5702551001479 Safety And Operation Instructions

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 157
Almennar viðvaranir
!
Almennar öryggisviðvaranir
• VIÐVÖRUN: Lesið allar öryggisviðvaranir
og allar leiðbeiningar. Ef viðvörunum og
leiðbeiningum er ekki fylgt getur það valdið raflosti,
eldsvoða, alvarlegum slysum og/eða dauða.
• Notið naglabyssuna og fylgihluti hennar í samræmi
við þessar leiðbeiningar og hafið hliðsjón af
vinnuskilyrðum og því verki sem vinna þarf hverju
sinni. Notkun verkfærisins í öðrum tilgangi en
tilætluðum gæti leitt til hættulegra aðstæðna.
• Sýnið aðgát, vinnið verkið af vandvirkni og notið
heilbrigða skynsemi við alla notkun naglabyssunnar.
Notið ekki verkfærið ef þið finnið fyrir lasleika eða
eruð undir áhrifum áfengis eða lyfja. Andartaks
vangát á meðan verkfærið er notað getur leitt til
alvarlegra slysa á fólki eða skemmda á búnaði.
• Notandi verður að leggja mat á þá hættu sem
notkun verkfærisins kann að valda öðrum.
• Notið CE-merkt hlífðargleraugu með vörn
gegn hlutum sem kastast til, bæði að
framanverðu og á hliðum, við alla notkun og
viðhald á verkfærinu.
• Notið CE-merktar heyrnarhlífar á
vinnusvæðinu og í nágrenni þess til að forðast
heyrnarskemmdir. Váhrif af miklum hávaða, án
hlífðarbúnaðar, getur valdið varanlegu og alvarlegu
heyrnartapi, sem og öðrum skerðingum á borð við
tinnitus (suð, sónn, flaut eða söngl fyrir eyrunum).
Til að draga úr slíkri hættu má hugsanlega beita
hljóðdeyfandi aðgerðum til að hindra að efniviður
sem unnið er með „glymji".
• Mælt er með því að nota CE-merktar
höfuðhlífar á vinnusvæðinu.
• Það er á ábyrgð vinnuveitanda að krefjast þess að
notendur verkfæra, sem og allir aðrir starfsmenn
sem kunna að vera á svæðinu, noti persónuhlífar
svo sem hlífðargleraugu, rykgrímur, skriklausa
öryggisskó, hjálma og/eða heyrnarhlífar.
• Notið viðeigandi klæðnað. Gangið ekki í víðum
fatnaði eða með skartgripi. Haldið hári, fatnaði og
hönskum fjarri hreyfanlegum hlutum til að komast
hjá alvarlegum slysum. Notið aðeins hanska sem
veita fullnægjandi grip og gera kleift að nota gikk
og stillingarbúnað með öruggum hætti. Klæðist
hlýjum fatnaði þegar unnið er í kulda, til að halda
höndunum heitum og þurrum.
• Teygið hendur eða líkama ekki of langt fram.
Haldið góðri fótfestu og jafnvægi allan tímann sem
unnið er. Þannig fæst betri stjórn á naglabyssunni
við óvæntar aðstæður.
• Komið í veg fyrir að hleypt sé af naglabyssunni
fyrir misgáning. Haldið aldrei á verkfærinu þannig
að fingur styðji á gikkinn þegar það er fært milli
staða. Haldið fingrunum fjarri gikknum þegar ekki
er verið að nota verkfærið og við flutning frá einni
vinnustöðu til annarrar.
• Umgangist naglabyssuna af virðingu og með
meðvitund um eiginleika hennar.
• Notið hana aldrei af kæruleysi eða í gríni.
• Fjarlægið öll verkfæri sem eru notuð við
viðhaldsvinnu eða viðgerðir áður en naglabyssan
er notuð. Verkfæri sem verður eftir áfast við
naglabyssuna getur valdið slysum á fólki.
• Meðhöndlið verkfærið af fyllstu aðgát, þar sem það
getur orðið kalt og það getur skert grip og stjórnun
á verkfærinu.
• Notið aldrei verkfærið nálægt eldfimu dufti, eldfimum
lofttegundum eða eldfimum gufum. Verkfærið
myndar neista sem getur kveikt í lofttegundum og
valdið eldsvoða og sprengingum í naglabyssunni.
• Haldið vinnusvæðinu hreinu og vel lýstu. Óreiða og
slæm lýsing á vinnusvæði eykur hættu á slysum.
• Notið verkfærið ekki ef það er ekki í góðu
ásigkomulagi og starfhæft.
• Skoðið naglabyssuna fyrir notkun til að ganga úr
skugga um að hún sé í góðu ástandi og virki rétt.
Leitið eftir vanstillingu, hindrunum á hreyfingum
hreyfanlegra hluta eða öðrum einkennum sem
gætu hindrað eðlilega virkni. Notið verkfærið ekki
ef eitthvað ofantalinna skilyrða eiga við, þar sem
þau geta valdið bilun í verkfærinu.
• Þegar naglabyssan er skilin eftir í hvíldarstöðu
skal hengja hana á beltið/krókinn (G) eða láta
hana standa upprétta á hylkinu eða leggja hana
á hliðina. Leggið verkfærið aldrei niður þannig að
„nefið" (B) vísi að notandanum, eða neinum öðrum
sem kann að vera nærri.
• Aðeins fólk með nægilega tæknilega færni og þau sem
hafa lesið og skilið notkunar- og öryggisleiðbeiningar
fyrir verkfærið mega nota þetta verkfæri.
• Haldið börnum og óviðkomandi fólki fjarri á meðan
verkfærið er notað. Allar truflanir geta leitt til þess
að notandi missir stjórnina á verkfærinu.
• Gerið ávallt ráð fyrir því að naglabyssan sé hlaðin
með nöglum. Ef verkfærið er meðhöndlað af
Íslenska
75

Advertisement

Table of Contents

Troubleshooting

loading

This manual is also suitable for:

Tjep 5702551001493Tjep bc 60

Table of Contents