AEG CCE84751CB User Manual page 47

Table of Contents

Advertisement

Available languages

Available languages

8.2 Þrif á helluborðinu
• Fjarlægðu strax: bráðið plast,
plasthimnu, salt, sykur og sykraðan mat,
því óhreinindi geta valdið skemmdum á
helluborðinu. Gættu þess að forðast að
brenna þig. Notaðu sérstaka sköfu fyrir
helluborð á ská yfir glerflötinn og hreyfðu
sköfuna yfir hann.
• Fjarlægðu þegar helluborðið er
nægilega kalt: kalkhringi, vatnshringi,
fitubletti, gljáa frá upplitun málma.
Hreinsaðu helluborðið með rökum klút og
hreinsiefni sem ekki er svarfefni. Eftir að
hreinsun er lokið skaltu þurrka helluborðið
með mjúkum klút.
• Skínandi upplitun á málmum fjarlægð:
notaðu vatn blandað með ediki og
hreinsaðu glerið með klút.
8.3 Gufugleypirinn hreinsaður
Grind
Grindin leiðir loftið inn í gufugleypinn. Að auki
ver hún gufugleypinn og kemur í veg fyrir að
aðskotahlutir fari inn fyrir slysni. Þú getur
hreinsað grindina í höndunum eða í
uppþvottavél. Þurrkaðu grindina með mjúkum
klút.
Vatnstankur
Vatnstankur er undir gufugleypinum. Hann
safnar raka í sig sem verður til í
eldunarferlinu. Mundu að tæma vatnstankinn
reglulega.
Áður en þú opnar vatnstankinn skaltu setja
ílát eða bakka undir til að taka við vatni. Til að
opna vatnstankinn rennir þú læsingunum út
og opnar eina í einu.
AÐVÖRUN!
Gakktu úr skugga um að vatn komist ekki
inn í gufugleypinn.
Ef vatn eða annar vökvi sullast inn í
gufugleypinum:
• í fyrsta lagi skaltu slökkva á
gufugleypinum,
• lyftu svo grindinni og hreinsaðu
gufugleypinn vandlega með rökum klút
eða svampi og mildu hreinsiefni,
• þurrkaðu burt allan umframvökva sem
safnast hefur á botninum á holrými
gufugleypisins með svampi eða þurrum
klút,
• hreinsaðu síuna, ef þörf krefur (skoðaðu
„Gufugleypissían hreinsuð"),
• kveiktu svo á gufugleypinum, stilltu
hraðann á 2. stig eða hærra og láttu hann
ganga í nokkurn tíma til að fjarlægja þann
raka sem eftir er.
8.4 Gufugleypissían hreinsuð
Langlífa tvíþætta kolefnissían felur í sér
bæði síun á fitu og lykt. Sían er sett saman af
tveimur einingum sem staðsettir eru á vinstri
og hægri hlið síuhlífarinnar. Hver eining er
gerð úr fitusíu og endingargóðri kolefnissíu.
Fitusían sogar í sig fitu, olíu og matarleifum
og kemur í veg fyrir að þær komist inn í
gufugleypinn. Endingargóða kolefnissían sem
inniheldur virka kolefnisfroðu, hlutleysir reyk
og eldunarlykt. Hreinsaðu síuna reglulega og
endurglæddu hana með reglulegu millibili:
• Hreinsaðu síðuna um leið og sjá má að
fita er farin að safnast upp. Hversu oft þarf
að hreinsa veltur á magni fitu og olíu sem
notuð er við eldun. Mælt er með því að
hreinsa síuna á 10-20 klst fresti eða oftar
eftir þörfum.
• Endurglæddu síuna aðeins þegar kveikt er
á
tilkynningunni. Hámarksfjöldi
endurglæðingalota er 7. Að þeim tíma
loknum verður að skipta síunni út fyrir
nýja.
Helluborðið er með innbyggðan teljara
með tilkynningu sem minnir þig á að
endurglæða síuna. Teljarinn fyrir
tilkynninguna byrjar sjálfkrafa þegar þú
kveikir á gufugleypinum í fyrsta sinn. Eftir
100 klst. af notkun mun síuvísirinn
byrja að blikka sem gefur til kynna að
kominn sé tími á að endurglæða síuna.
Tilkynningin er virk í 30 sekúndur eftir að
þú afvirkjar gufugleypinn og helluborðið.
ÍSLENSKA
47

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents