Geberit MEDIA 160 Operation Manual page 147

Table of Contents

Advertisement

Viðhald
Ef gera þarf við tækið skal ávallt fara með allt suðutækið í flutningstöskunni til viðgerðar.
Viðgerðir mega aðeins viðurkennd verkstæði annast.
Heimilisföng viðurkenndra verkstæða má fá hjá umboðsaðilum Geberit eða á vefsíðu www.geberit.com.
Tímabil
Viðhaldsvinna
Reglubundið
- Athugið hvort ágallar eða skemmdir sem skapað geta hættu séu utan á suðutæki, rafmagnshefli og
suðuspegli.
- Þrífa skal og smyrja suðutæki og einstaka hluta þess.
Suðutækið hreinsað og smurt
Skilyrði
Rafmagnshefill og suðuspegill eru ekki í sambandi.
AÐVÖRUN
Slysahætta ef kveikt er á verkfærinu í ógáti
Taka skal suðutæki, rafmagnshefil og suðuspegil úr sambandi áður en viðhaldsvinna er framkvæmd
VARÚÐ
Skemmdir á suðutækinu vegna raka og bleytu
Dýfið suðutæki, rafmagnshefli og suðuspegli aldrei í vatn eða annan vökva
Blásið óhreinindi af eða fjarlægið þau með pensli.
1
Suðutæki og hreyfanlega hluta þess skal smyrja með BRUNOX® Turbo-Spray® eða sambærilegu smurefni.
2
Smurefni sem er ofaukið skal þurrka af.
3
Endurvinnsla
Innihaldsefni
Vara þessi uppfyllir kröfur ESB-tilskipunar 2002/95/EG RoHS um takmarkanir á notkun tiltekinna, hættulegra efna í rafbúnaði og
rafeindabúnaði.
Förgun
Samkvæmt ESB-tilskipun 2002/96/EG WEEE um raf- og rafeindabúnaðarúrgang er framleiðendum raftækja og rafeindatækja skylt
að taka við úrgangstækjum og farga þeim með viðeigandi hætti.
Táknið gefur til kynna að ekki má fleygja tækinu með venjulegu sorpi. Skila skal úrgangstækjum beint til Geberit, þar sem séð verður
um að farga þeim með viðeigandi hætti.
Leitið upplýsinga um heimilisföng söfnunarstaða hjá viðkomandi dreifingaraðila Geberit eða www.geberit.com.
Viðhald
DE
EN
FR
IT
NL
ES
PT
DK
NO
SE
FI
IS
PL
HU
SK
CZ
SL
HR
SR
EE
LV
LT
BG
RO
GR
TR
RU
AE
CN
JP
147

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents