IKEA ENEBY Manual page 37

Hide thumbs Also See for ENEBY:
Table of Contents

Advertisement

Viðhald vöru
Ekki reyna að framkvæma viðgerð á vörunni. Með
því að opna eða fjarlægja hlífar getur þú komist
í snertingu við hættulega rafstrauma eða aðra
hættu.
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
Heimilisfang: Box 702, SE-343 81 Älmhult,
SWEDEN
Bluetooth® orðmerki og myndmerki eru skrásett
vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og öll
notkun IKEA á slíkum merkjum eru samkvæmt
leyfum. Önnur vörumerki og vöruheiti eru í eigu
viðkomandi eigenda.
Möguleg vandamál og lausnir
Ábendingar við vandamálum
Bluetooth virkar ekki:
Léleg hljómgæði þegar spilað
er í gegnum Bluetooth:
Léleg hljómgæði þegar spilað
er í gegnum hljóðtengi:
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir
þýðir að ekki má farga vörunni með venjulegu
heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir
sig. Með því að henda slíkum vörum ekki með
venjulegu heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr
því magni af úrgangi sem þarf að brenna eða nota
sem landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð
áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð nánari
upplýsingar í IKEA versluninni.
Vertu viss um að 3,5 mm tengi sé ekki tengt í hljóðtengið aftan á
tækinu.
Vertu viss um að síminn, spjaldtölvan eða margmiðlunartækið styðji
Bluetooth.
Vertu viss um að síminn, spjaldtölvan eða margmiðlunartækið sé tengt
við IKEA tæki sem nefnist ENEBY 20/30.
Vertu viss um að síminn, spjaldtölvan eða margmiðlunartækið sé parað
við tækið og að kveikt sé á Bluetooth-stillingunni.
Vertu viss um að engin önnur Bluetooth-tæki séu pöruð. Ef svo er,
slökktu á Bluetooth-stilllingunni á viðkomandi tæki.
Ef Bluetooth-tengingin er slæm skaltu færa tækið nær hátalaranum
eða fjarlægja hindranir á milli tækjanna.
Athugaðu: Bluetooth-sending virkar venjulega yfir 6-8 m vegalengd í
beinni, óhindraðri línu. Þegar hlutir, húsgögn eða veggir standa á milli
tækjanna minnkar drægni Bluetooth-tengingarinnar. Þegar tækið er í
vasa eða í tösku minnkar drægni Bluetooth-tengingarinnar.
Vertu viss um að síminn, spjaldtölvan eða margmiðlunartækið sé ekki á
hámarkshljóðstyrk. Ef svo er skaltu lækka í tækinu.
37

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents