3M Peltor SportTac MT16H210F-478-RE Manual page 39

Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR (B)
(B:1) Hljóðdeyfigildi, SNR
Deyfigildi og styrkhlutfall heyrnarhlífanna er prófað og vottað í samræmi við EN 352-4 2001, EN 352-
6 2002 og viðeigandi hluta EN 352-1 2002. Vottorðið er gefið út af INSPEC (skráningarnúmer 0194),
Upper Wingsbury Courtyard, Wingrave, Aylesbury, Buckinghamshire, HP22 4LW, Stóra-Bretlandi.
Útskýring á töflum um deyfigildi
1. Þyngd
2. Tíðni
3. Meðalgildi deyfingar
4. Staðalfrávik
5. Ætlað verndargildi
(B:3) Styrkur inngjafar/notkunartími
Leyfður hámarksstyrkur á hljóðmerki í tengslum við notkunartíma.
Meðalgildi innkomandi rafmerkis má ekki fara yfir það sem línuritið sýnir svo það nái ekki
skaðlegum mörkum (meðalgildi hljóðmerkis). Meðalgildi hljóðmerkis til langs tíma hvað varðar
tónlist og tal má hæst mælast 82 dB (A) í vegnum hljóðstyrk samkvæmt PPE-tilskipun.
1. Klst./dag
2. Meðalstig/rafmerki X=140,2 mV
(B:4) Styrkur hljóðmerkis þegar utanaðkomandi tenging er notuð
1. Styrkur innan við hlífar [dB(A)]
2. Styrkur inngjafar [mVrms]
(B:5) Viðmiðun
Viðmiðunin er hljóðstyrkur (mældur sem A-veginn hljóðstyrkur) utan heyrnarhlífar sem gefur
85 dB(A) hljóðstyrk innan þeirra. Ytri styrkur byggist á því um hvernig hljóðstyrk er um að ræða: H er
hljóðstyrkur sem einkennist af hátíðnihljóðum, M er hljóðstyrkur sem ekki einkennist af neinni einni
tíðni og L er hljóðstyrkur sem einkennist af lágtíðnihljóðum.
LEIÐBEININGAR UM NOTKUN (C)
(C:1)
Opnaðu höfuðspöngina.
Færðu eyrnahlífarnar út. Hallaðu efri hluta hlífarinnar út vegna þess að vírinn á að koma
(C:2)
utan á höfuðspöngina.
(C:3)
Stilltu hæðina á eyrnahlífunum með því að færa þær upp eða niður meðan höfuðspönginni
er haldið niðri.
(C:4)
Spöngin á að liggja beint yfir höfuðið.
(C:5)
Þrýstu hlífunum inn áður en spöngin fellur saman. Hafðu u.þ.b. 4 mm af höfuðspönginni
sýnilega.
(C:6)
Felldu höfuðspöngina saman. Gættu þess að eyrnapúðarnir séu ekki krumpaðir og að
þeir liggi þétt saman. ATH! Þegar fella á höfuðspöngina saman skaltu gæta þess að taka
hljóðtengið úr sambandi (A:11).
(C:7)
Á og Af Þrýstu á miðhnappinn og haltu honum niðri í a.m.k. 2 sekúndur.
(C:8)
Að hækka styrk Ýttu á efri (+) hnappinn.
(C:9)
Að lækka styrk Ýttu á neðri (–) hnappinn.
GEYMSLA (D)
Geymdu ekki tækið þar sem hiti fer yfir +55 °C, t.d. við bílrúðu eða í gluggakistu.
ATHUGAÐU: Þegar fella á höfuðspöngina saman skaltu gæta þess að taka hljóðtengið úr sambandi
(A:9).
(D:1)
VILLA! Allir stilliarmar verða að vera alveg dregnir inn áður en boginn er lagður saman.
(D:2)
RÉTT! Þéttihringirnir eiga að falla vel saman.
(D:3)
VIÐ RAKA Opnaðu hlífarnar. Fjarlægðu eyrnapúðana svo þéttihringir og rafbúnaður geti
þornað. Settu saman á ný. Sjá kafla um UMÖNNUN.
UMÖNNUN (E)
HREINSUN
Hreinsaðu/sótthreinsaðu heyrnarhlífarnar reglubundið með tusku og volgu vatni.
ATH.: Ekki má dýfa heyrnarhlífunum í vökva.
AÐ FJARLÆGJA EÐA SKIPTA UM YTRI HLÍFAR
Ef fjarlægja á ytri hlífar:
(E:1)
Taktu undir brún klemmunnar með verkfæri eða fingri og smelltu henni út 3–4 mm.
(E:2)
Þrýstu/renndu klemmunni niður. Fjarlægðu hlífina.
Að koma ytri hlífum fyrir á ný:
(E:3)
Gættu þess að klemmunni sé ýtt alla leið til baka.
Settu hlífina á sinn stað ofan frá og niður og gættu þess að efsti hluti hennar (E:4) falli inn i
grópina í innri hlíf (E:5).
(E:6)
Þegar hlífin er komin á sinn stað á að þrýsta/renna klemmunni upp.
AÐ SKIPTA UM RAFHLÖÐUR
Fjarlægðu ytri hlíf hægra megin, sjá kafla um leiðbeiningar um að fjarlægja eða skipta um ytri hlífar.
Skiptu um rafhlöður og komdu svo hlífinni aftur fyrir á sínum stað, sjá kafla um leiðbeiningar um að
fjarlægja eða skipta um ytri hlífar.
Fjarlægðu rafhlöðurnar ef geyma á heyrnarhlífarnar um langa hríð. Athugaðu virkni tækisins eftir að
skipt hefur verið um rafhlöður.
37

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents