KitchenAid 5KHBC4 Series Owner's Manual page 141

Professional hand blender
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
NOTKUN VÖRUNNAR (ÁFRAM)
5.
Ýtið á LOCK rofann til að taka lásinn af Professional töfrasprotanum og ýtið síðan á
POWER/PULSE rofann til að kveikja á honum.
Til að fá sem bestar niðurstöður skal setja Professional töfrasprotann með
blöndunararminn ská ofan í pottinn eða skálina með hráefnunum. Notið aukahandfangið
sem hægt er að fjarlægja til að fá betri stöðugleika. Stöðvið Professional töfrasprotann
áður en hann er tekinn upp úr potti eða skál, til að koma í veg fyrir skvettur.
Látið Professional töfrasprotann hvíla aðeins á botninum í pottinum eða skálinni, haldið
honum síðan á ská og togið hann hægt upp með fram hlið pottsins eða skálarinnar. Þegar
Professional töfrasprotinn er togaður upp má sjá að hráefnin frá botni pottsins eða
skálarinnar togast líka upp. Þegar hráefnin togast ekki lengur upp frá botninum skal setja
Professional töfrasprotann aftur niður á botninn og endurtaka ferlið þar til hráefnin hafa
náð æskilegri þykkt.
Notið létta hringlaga hreyfingu með úlnliðnum til að toga Professional töfrasprotann aðeins
upp og láta hann síga aftur ofan í hráefnin. Látið úlnliðshreyfinguna og þyngd
töfrasprotans sjá um að gera vinnuna. Notið aukahandfangið ef þess þarf til að fá betri
stöðugleika á meðan verið er að blanda.
6.
Sleppið POWER/PULSE rofanum þegar blöndun er lokið og áður en Professional
töfrasprotinn er tekinn upp úr blöndunni.
7.
Takið tækið strax úr sambandi eftir notkun og áður en skipt er um fylgihluti eða þeir teknir
af.
MIKILVÆGT:
Ef matarbiti festist í hlífinni í kringum hnífinn skal fylgja þessum leiðbeiningum:
1. Sleppið POWER/PULSE rofanum og takið Professional töfrasprotann úr sambandi.
2. Notið sleikju til að fjarlægja matinn sem festist í hlífinni. Ekki má nota fingurna til að
fjarlægja fastan mat.
3. Setjið Professional töfrasprotann aftur í samband og haldið áfram að blanda.
NOTKUN Á PROFESSIONAL TÖFRASPROTANUM MEÐ
ÞEYTARAÁFESTINGU
1.
Settu þeytaraáfestinguna á mótorhúsið og snúðu til að læsa. Merkingin á þeytaranum þarf
að passa við botninn á mótorhúsinu þegar hann er alveg festur við.
Settu í samband við jarðtengda innstungu.
Ekki fjarlægja jarðtenginguna.
Ekki nota millistykki.
Ekki nota framlengingarsnúru.
Ef ekki er farið eftir þessum leiðbeiningum getur það leitt til dauða,
elds eða raflosts.
2.
Settu rafmagnssnúruna í samband við jarðtengda innstungu.
3.
Stilltu Professional töfrasprotann á æskilegan hraða með því að nota hraðastillinn.
4.
Settu þeytarann niður í blönduna.
VIÐVÖRUN
Hætta á raflosti
141

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents