IKEA LUMNAS Manual page 318

Hide thumbs Also See for LUMNAS:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
ÍSLENSKA
Ábendingar og ráð
Ábendingar um kælingu á ferskum matvælum
Breiddu yfir eða pakkaðu inn matnum, sérstaklega
ef hann er bragðsterkur.
Staðsettu matinn þannig að loft geti leikið
óhindrað um hann.
Til að ná sem bestum árangri skaltu skilja nóg
pláss eftir í kælihólfinu til að loft geti streymt um
umbúðirnar. Einnig skal skilja eftir nægilegt rými
framan við svo að hægt sé loka dyrunum vel.
Ekki skal geyma heitan mat eða vökva sem
uppgufun er af í kæliskápnum.
Kjöt (allar tegundir): setjið í hæfilegar pakkningar
og látið á glerhilluna ofan við grænmetisskúffuna.
Kjöt skal ekki geyma lengur en 1-2 daga.
Eldaður matur og kaldir réttir: hyljið og setjið á
einhverja hillu.
Ávextir og grænmeti: hreinsið vel og látið í
grænmetisskúffuna. Banana, kartöflur, lauk og
hvítlauk má ekki geyma í kæliskápnum án umbúða.
Smjör og ostur: látið í sérstök loftþétt ílát eða
pakkið í álpappír eða plastpoka til að útiloka sem
mest loft.
Flöskur: lokið með loki og látið í hurðahillur.
Þrif og viðhald
Almenn ráð
Þrífið heimilistækið reglulega með klút og
volgri vatnslausn með hlutlausu hreinsiefni sem
sérstaklega er ætlað innra borði kælisins. Forðist
hreinsiefni og verkfæri sem rispa.
Til að tryggja að affrystivatnið renni vel frá skal
nota drensíuna reglulega úr fittingspokanum til
að þrífa drenúttakið fyrir affrystivatnið. Þetta úttak
er staðsett aftan á ísskápnum (sjá mynd 1). Látið
ávallt drensíuna vera í drenúttakinu til að koma í
veg fyrir að það stíflist af óhreinindum.
Áður en heimilistækið er þjónustað eða þrifið skal
taka það úr sambandi eða aftengja rafmagni.
Afþíðing í kælihólfi
Uppgufun af matnum inni í ísskápnum eða blöndun
loftraka í kælihólfið við daglega notkun geta hvort
tveggja leitt til ísmyndunar í kælihólfinu. Í slíkum
tilfellum getur auðveldað sjálfvirka affrystingu að
hækka hitastillingu ísskápsins handvirkt.
Mynd 1
Orkusparnaðarráð
Setjið upp heimilistækið í þurru, vel loftræstu
herbergi langt frá hvers kyns hitagjöfum (t.d.
ofnum, pottum o.s.frv.) og á stað sem sólin skín
ekki beint á. Notið einangrunarplötu eftir þörfum.
Fylgið uppsetningarfyrirmælum til að tryggja næga
loftræstingu.
Ónóg loftræsting bak við tækið eykur orkunotkun
og dregur úr kælinýtni.
Umhverfishiti, opnunartíðni sem og staðsetning
heimilistækisins geta haft áhrif á hitastig inni í
heimilistækinu. Hitastillingin ætti að miðast við
þessa þætti.
Látið heit matvæli og drykki kólna áður en þau eru
sett í heimilistækið.
Þegar matvælin eru komin á sinn stað skal kanna
hvort dyr á hólfunum lokast almennilega.
Lágmarkið opnun á hólfum.
Fyrirkomulag á hillum í kæliskáp hefur engin áhrif
á orkunýtni. Matvæli skal setja þannig á hillur
að það tryggi næga loftun (matvæli eiga ekki að
snertast og halda skal fjarlægð á milli matvæla og
bakhliðar).
Skipta skal sem fyrst um skemmdar þéttingar.
Ef það myndast vatnsdropar á bakvegg kælihólfsins
er það til merkis um að sjálfvirk afþíðing sé að hefjast.
Afþíðingarvatnið fer sjálfkrafa í drenopið og síðan í
ílát þar sem það gufar upp.
VARÚÐ!
Ekki má láta fylgihluti kælis í
uppþvottavél.
Ef heimilistækið er ekki í notkun langtímum
saman
1. Slökkvið á heimilistækinu.
2. Takið heimilistækið úr sambandi.
3. Fjarlægið öll matvæli.
4. Afþíðið og þrífið heimilistækið.
5. Skiljið hólfin eftir opin rétt nægilega mikið til að
loft nái að hringrása í hólfunum. Þetta kemur í veg
fyrir að myndist mygla og óþægileg lykt.
Ef rafmagnið fer af
Halda skal heimilistækinu lokuðu. Þannig haldast
matvælin köld sem lengst.
Ekki reyna að endurkæla matvæli ef þau hafa náð
herbergishita. Neytið þeirra innan sólarhrings.
318

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents