Download Print this page

3M Peltor Tactical XP Manual page 48

Hide thumbs Also See for Peltor Tactical XP:

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
• Bera þarf heyrnarhlífarnar allan þann tíma sem dvalist er í hávaðasömu umhverfi
til þess að tryggja fulla vernd.
• Viss efnafræðileg efni geta haft slæm áhrif á vöruna. Nánari upplýsingar má fá hjá
framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar rafrænum hljóðinngangi. Notanda ber að kynna sér
rétta notkun áður en heyrnarhlífarnar eru teknar í notkun. Ef óvenjuleg hljóð
heyrast eða bilun kemur fram ber notanda að fylgja ráðum framleiðanda.
• Þegar truflanir aukast eða hljóðstyrkur verður of lágur er kominn tími til að skipta
um rafhlöður. Skiptu aldrei um rafhlöður þegar kveikt er á tækinu. Gættu þess að
rafhlaðan snúi rétt fyrir notkun. Sjá teikningu í kafla um UMÖNNUN.
• Geymdu ekki heyrnarhlífar með rafhlöðum í.
• Við sérstaklega kaldar aðstæður skal hita heyrnarhlífarnar áður en þær eru teknar
í notkun.
• Heyrnarhlífarnar, og þá einkum þéttihringina, þarf að skoða með jöfnu millibili til
að fyrirbyggja sprungur og aðrar bilanir sem leiða af langvinni notkun.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á hljóðfræðilega eiginleika heyr-
narhlífanna.
Ath.: Sé ekki farið eftir þessum leiðbeiningum getur það haft óæskileg áhrif á
hljóðdeyfingu og virkni hlífanna.
VIÐVÖRUN! Hljóðmerkið frá sjálfvirku styrkstillingunni í þessum heyrnarhlífum getur
orðið hærra en ytri hljóðstyrkur.
VIÐVÖRUN! Hljóðmerkið frá rafeindahljóðrásinni í þessum heyrnarhlífum getur orðið
hærra en ytri hljóðstyrkur.
MIKILVÆGT! Besta verndin fæst með því að færa hárið frá eyrum þannig að
þéttihringirnir falli vel að höfðinu. Gleraugnaspangir verða að vera eins þunnar og
mögulegt er og falla þétt að höfðinu.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR (B)
(B:1) Hljóðdeyfigildi, SNR
Deyfigildi og styrkhlutfall heyrnarhlífanna er prófað og vottað í samræmi við EN 352-4
2001, EN 352-6 2002 og viðeigandi hluta EN 352-1 2002. Vottorðið er gefið út af FIOH
(skráningarnúmer 0403), Laajaniityntie 1, FI-01620 Vantaa, Finnlandi.
1. Tíðni
2. Meðalgildi deyfingar
3. Staðalfrávik
4. Ætlað verndargildi
(B:2) Styrkur inngjafar / notkunartími
Leyfður hámarksstyrkur á hljóðmerki í tengslum við notkunartíma.
Meðalgildi innkomandi rafmerkis má ekki fara yfir það sem línuritið sýnir svo það nái
ekki skaðlegum mörkum (meðalgildi hljóðmerkis við tal). Meðalgildi hljóðmerkis til
langs tíma hvað varðar tónlist og tal má hæst mælast 82 dB (A) í vegnum hljóðstyrk
samkvæmt PPE-tilskipun.
1. Klst. / dag
2. Meðalstig / rafmerki X = 33mV
(B:3) Styrkur hljóðmerkis þegar utanaðkomandi tenging er notuð
1. Styrkur innan við hlífar [dB(A)]
2. Styrkur inngjafar [mVrms]
(B:4) Viðmiðun
Viðmiðunin er hljóðstyrkur (mældur sem A-veginn hljóðstyrkur) utan heyrnarhlífar
sem gefur 85 dB(A) hljóðstyrk innan þeirra. Ytri styrkur byggist á því um hvernig
hljóðstyrk er um að ræða: H er hljóðstyrkur sem einkennist af hátíðnihljóðum, M er
hljóðstyrkur sem ekki einkennist af neinni ákveðinni tíðni og L er hljóðstyrkur sem
einkennist af lágtíðnihljóðum.
UPPSETNING / STILLINGAR (C)
Stilling á hjálmfestingu
(C:1) Þrýstu hjálmfestingunum í festiraufarnar á hjálminum þangað til þær smella
fastar. Þegar nota skal búnaðinn þarf að þrýsta stálvírunum inn á við, úr lausri stöðu
í notkunarstöðu, þar til smellur heyrist báðum megin. Vertu viss um að í notkunar-
stöðu snerti hvorki skálin né vírarnir innra byrði hjálmsins eða hjálmbrúnina, því að
það getur hleypt inn hljóði.
ATH.! Hlífarnar hafa þrjár stillingar: (C:2) vinnustillingu, (C:3) loftræstistillingu og
(C:4) biðstillingu.
45

Advertisement

loading