Fyrir Notkun - Alpha tools DS 150 Operating Instructions Manual

Double-wheel grinder / sander
Hide thumbs Also See for DS 150:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 8
Anleitung_DS_150_SPK7:_
IS

5. Fyrir notkun

Takið tækið ávallt úr sambandi við straum áður
en að hirt er um tækið, unnið er að því eða það
samsett.
Tækinu verður að stilla upp þannig að það standi
traust. Það er að segja á vinnuborði eða
þessháttar.
Fyrir notkun verður að vera búið að setja allar
hlífar og allan öryggisútbúnað rétt á tækið.
Slípisteinarnir verða að geta snúist frjálst.
Gangið úr skugga um að rafrásin sem notuð er
passi við þær upplýsingar sem gefnar eru upp á
upplýsingarskilti tækisins.
5.1 Ásetning neistastýringar (myndir 3-4 / staða
3)
Festið neistastýringuna (3) með stilliskrúfunni (10)
á smergilinn.
5.2 Stilling neistastýringar (myndir 4-6 / staða 3)
Stillið neistastýringuna (3) með stilliskrúfunni (10)
þannig að millibilið á milli þurrslípisteinsins (5) og
neistastýringar (3) sé eins lítið og mögulegt er og
alls ekki meira en 2mm.
Stillið neistastýringuna (3) reglulega þannig að
stillingin sé eins eftir því sem að slípisteinninn
minnkar.
5.3 Ásetning verkstykkisundirlags (myndir 7-8 /
staða 7)
Losið festiskrúfurnar (6). Festið
verstykkisundirlagið (7) við smergilinn með
festiskrúfunum (6).
5.4 Stilling verkstykkisundirlags (myndir 8-9 /
staða 7)
Stillið verkstykkisundirlagið (7) með hjálp
festiskrúfnanna (6) þannig að millibilið á milli
þurrslípisteins (5) og verkstykkisundirlags (7) sé
eins lítið og mögulegt er og alls ekki meira en
2mm.
Stillið verkstykkisundirlagið (7) reglulega þannig
að stillingin sé eins eftir því sem að slípisteinninn
(5).
5.5 Skipt um slípisteina (myndir 10-11)
Fjarlægið skrúfurnar þrjár (A) úr hliðarhlífinni (B) og
fjarlægið hana. Losið rónna (D) (varúð, vinstri
slípisteinninn hefur öfugan skrúfgang og sá
hægri er með réttan skrúfgang), með því að halda
rónni á hinum slípisteininum föstum á móti. Fjarlægið
festingarskífuna (C). Nú er hægt að skipta um
slípistein (5). Ísetning nýs slípisteins er eins og
sundurtekningin í öfugri röð.
48
13.01.2009
10:03 Uhr
Seite 48
6. Notkun
6.1 Höfuðrofi (1)
Setjið höfuðrofann (1) í stöðu 1 til þess að gangsetja
tækið.
Setjið höfuðrofann (1) í stöðu 0 til þess að slökkva á
tækinu.
Bíðið í smá stund eftir að búið er að gangsetja tækið
til þess að mótorinn nái fullum snúningshraða áður en
að vinna með tækinu er hafin.
6.2 Slípað
Ef fínslípa á, mælum við með því að nota fínni
slípisteininn, til að grófslípa er sá grófari notaður.
Leggið verkstykkið á verkstykkisundirlagið (7) og
rennið því varlega í réttum halla að slípisteininum
(5) þar til að það snertir slípisteininn.
Hreyfið verkstykkið örlítið fram og til baka til þess
að fá fram góða og jafna slípun. Auk þess notast
slípisteinninn (5) jafnar upp þannig. Leyfið
verkstykkinu að kólna á milli.
7. Hreinsun, viðhald og pöntun á
varahlutum
Áður en tækið er hreinsað skal taka það úr sambandi.
7.1 Hreinsun
Haldið öryggisbúnaði, loftopum og mótorhlífinni
eins rykfríum og lausum við óhreinindi og kostur
er. Þurrkið af tækinu með hreinum klút eða blásið
af því með þrýstilofti við lágan þrýsting.
Mælt er með því að tækið sé hreinsað eftir hverja
notkun.
Hreinsið tækið reglulega með rökum klút og dálítilli
sápu. Notið ekki hreinsi- eða leysiefni þar sem þau
geta skemmt plasthluta tækisins. Gætið þess að
vatn berist ekki inn í tækið.
7.2 Viðhald
Í tækinu eru ekki fleiri hlutir sem þarfnast viðhalds.
7.3 Pöntun varahluta
Þegar varahlutir eru pantaðir þarf eftirfarandi að
koma fram:
Tegund tækis
Vörunúmer tækis
Auðkennisnúmer tækis
Númer varahlutarins sem á að panta
Nýjustu upplýsingar um verð og fleira er að finna á
www.isc-gmbh.info

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

44.125.2201038

Table of Contents