Tæknilegar Upplýsingar - 3M PELTOR Tactical XP Manual

Hide thumbs Also See for PELTOR Tactical XP:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
IS
3:7 Biðtími (styrkstýrð stilling fyrir umhverfishljóð)
Biðtímastillingin tilgreinir þann tíma sem líður áður en
takmarkari styrkstýrðu aðgerðarinnar opnast eftir að
kveikt hefur verið á honum. Í boði eru stillingarnar Normal
(venjulegt) og Slow (hægt).
3:8 Stilling fyrir ytri innstungu (bara heyrnartól)
Hægt er að stilla ytri innstungu á þrennan hátt. Reyndu öll
þrjú þrepin til þess að finna það sem hentar best því tæki
sem þú tengdir við.
3:9 Styrkstilling ytri innstungu (bara heyrnartól)
Hægt er að stilla hljóðstyrk ytri innstungu á Normal (venjulegt)
eða High (hátt).
VIÐVÖRUN! Sé hljóðstyrkur stilltur á Hátt, gæti hann farið
yfir 82 dB.
4. MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR TIL NOTENDA
Mælt er með því að notandi gangi úr skugga um að:
• Heyrnarhlífarnar séu settar upp, stilltar og haldið við í
samræmi við leiðbeiningar framleiðanda.
• Heyrnarhlífarnar séu alltaf notaðar í hávaðasömu
umhverfi.
• Skoðað sé reglubundið hvort heyrnarhlífarnar nýtist eins
og til er ætlast.
Viðvörun!
Sé ekki farið eftir ofangreindum tilmælum, skerðir það mjög
verndareiginleika heyrnarhlífanna.
• Ákveðin efnafræðileg efni geta valdið tjóni á vörunni.
Nánari upplýsingar fást hjá framleiðanda.
• Heyrnarhlífar og einkum þó eyrnapúðar geta orðið lélegir
með tímanum og þá þarf að skoða með reglulegu millibili í
leit að sprungum og öðrum göllum.
• Séu einnota hlífar notaðar getur það haft áhrif á
hljóðfræðilega eiginleika heyrnarhlífanna.
• Heyrnarhlífarnar eru búnar styrkstýrðri hljóðdeyfingu.
Notandi ætti að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst.
Ef hljóð er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi
að leita ráða um viðhald og hvernig skipta á um rafhlöðu í
handbók framleiðanda.
• Á eyrnahlífunum er tengi fyrir hljóðtæki. Notandi ætti
að kynna sér rétta notkun áður en hún hefst. Ef hljóð
er bjagað eða vart verður við bilun ætti notandi að leita
lausna í handbók framleiðanda.
• Farðu að ráðum í handbókinni um viðhald og skipti á
rafhlöðum.
Viðvörun!
• Afköst tækisins geta minnkað eftir því sem rafhlöðuhleðsla
minnkar. Gera má ráð fyrir að rafhlaða í heyrnarhlífum
endist í 1000 klukkutíma við samfellda notkun.
• Frálag styrkstýrðrar rásar í þessum heyrnarhlífum gæti
farið fram yfir dagleg hávaðamörk.
• Frálag rafeindarásar í þessum heyrnarhlífum getur farið
fram yfir dagleg hávaðamörk.
FP3739_Tactical_XP_rev b_8 sidigt omslag_A5.indd 40
5. VIÐHALD
5:1 Að skipta um eyrnapúða
(E:1) Settu fingur undir brún eyrnapúðans og kipptu honum
beint út.
(E:2) Komdu fyrir nýjum frauð- og eyrnapúða.
(E:3) Þrýstu á þangað til hann smellur á sinn stað.
5:2 Hreinlæti
Fjarlægðu eyrnapúðana og hljóðdeyfipúðana (mynd E) ef
þú hefur notað heyrnarhlífarnar um langa hríð eða ef raki
hefur myndast inni í skálunum. Hreinsaðu og sótthreinsaðu
skálarnar, höfuðspöng og eyrnapúða reglubundið með sápu
og heitu vatni. Gættu þess að tryggt sé að sápan geti ekki
valdið notandanum skaða. Láttu heyrnartólin þorna áður en
þú notar þau á ný. Ekki setja heyrnarhlífarnar ofan í vatn!
5:3 Notkun og geymsla
Fjarlægðu rafhlöðurnar áður en tækið er sett í geymslu.
Geymdu heyrnartólin ekki við meiri hita en +55ºC, (t.d. ofan
á mælaborði í bíl eða í glugga) eða við lægri hita en -20°C.
Notaðu ekki heyrnartækin í meiri hita en +55°C eða undir
-20°C.
5:4 Að vernda hljóðnema
Notaðu HYM1000 hljóðnemahlíf til þess að vernda talnemann
gegn raka og óhreinindum. Hvernig koma á hlífinni fyrir, sjá
Mynd F.
5:5 WEEE-táknið (raf- og rafeindabúnaður til
förgunar):
Neðangreind krafa gildir innan Evrópubandalagsins.
EKKI farga vörunni í óflokkuðu sorpi bæjarfélagsins!
Táknið sorptunna með krossi yfir þýðir að öllum EEE-búnaði
(raf- og rafeindabúnaði), rafhlöðum og rafgeymum, skuli
fargað í samræmi við reglur á hverjum stað með því að nýta
sér móttöku- og afhendingarstöðvar þar.
6. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
6:1 Staðall og vottun
3M Svenska AB lýsir því hér með yfir að 3M™ PELTOR™
Tactical XP Headset heyrnartólin eru í samræmi við allar
grundvallarkröfur og önnur ákvæði sem skilgreind eru
í viðeigandi tilskipunum. Þar af leiðandi uppfyllir varan
kröfur um CE-merkingu. Hægt er að fá send afrit af
samræmisyfirlýsingu og viðbótarupplýsingum sem krafist
er í tilskipununum með því að hafa samband við 3M í því
landi sem varan var keypt. Upplýsingar um tengiliði má finna
fremst í þessum notendaleiðbeiningum. Varan hefur verið
prófuð og vottuð í samræmi við EN 352-1:2002/EN 352-
3:2002, EN 352-4:2001, EN 352-6:2002.
Varan inniheldur bæði rafeinda- og rafmagnsbúnað og
því má ekki farga henni með venjulegu sorpi. Kynntu þér
vinsamlegast reglur á hverjum stað um förgun rafeinda- og
rafmagnsbúnaðar.
40
2016-03-24 15:08:45

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents