Umhirða Og Hreinsun - KitchenAid 5KSB1320 Owner's Manual

Stand blender
Table of Contents

Advertisement

NOTKUN Á BLANDARANUM
Þrífðu alla hluta og fylgihluti fyrir fyrstu notkun (sjá kaflann „Umhirða og hreinsun"). Áður en
blandarinn er notaður skaltu gæta þess að eldhúsborðið undir blandaranum og svæðið
umhverfis sé þurrt og hreint.
MIKILVÆGT: Þegar blandarinn er færður til skal alltaf styðja við/lyfta aðaleiningunni.
Aðaleiningin losnar frá könnunni ef haldið er á blandaranum aðeins með könnunni eða
könnuhandfanginu.
1.
Settu hráefnin í blandarakönnuna EÐA glerkönnuna (hám. 1,4 L).
Festu lokið og miðjutappann í lokinu vandlega.
2.
Settu blandarakönnuna á aðaleininguna með því að láta raufina passa í plássið fyrir
könnuna, svo að handfangið snúi í átt að stjórnskífunni.
Settu blandarann í samband við jarðtengda innstungu.
3.
Snúðu stjórnskífunni frá (O) að æskilegri hraðastillingu fyrir stöðuga virkni.
4.
Þegar blöndun er lokið skal slökkva á blandaranum með því að snúa stjórnskífunni á (O).
Taktu blandarann úr sambandi áður en þú fjarlægir blandarakönnuna.
MIKILVÆGT: Láttu blandarann stöðvast alveg áður en þú fjarlægir lokið eða könnuna eða
hellir blandaða hráefninu úr.
NOTKUN Á PÚLS
Blandarinn þinn býður upp á „Púls (P)" aðgerð með rólegri byrjun svo hráefnið skvettist ekki út.
Þessi aðgerð heldur áfram þar til þú sleppir stjórnskífunni og hún fer aftur á (O).
1.
Settu hráefnin í blandarakönnuna.
Festu lokið með miðjutappanum vandlega á blandarakönnuna.
2.
Snúðu og haltu stjórnskífunni frá (O) til (P) í þann tíma sem óskað er eftir. Þegar blöndun
er lokið skal sleppa stjórnskífunni til að stöðva blandarann.
3.
Þjappa
: Fjarlægðu miðjutappann í lokinu eingöngu. Hrærðu eða þrýstu innihaldinu niður í
*
átt að hnífnum. Settu síðan tappann aftur á lokið áður en þú heldur áfram að blanda.
UMHIRÐA OG HREINSUN
MIKILVÆGT: Látið tækið kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir af og áður en tækið
er þrifið.
1.
Tæmdu könnuna. Fylltu könnuna til hálfs með volgu vatni og bættu við 1 eða 2 dropum af
uppþvottalegi.
Settu könnuna á aðaleiningu blandarans. Festu lokið og miðjutappann í lokinu vandlega.
2.
Hafðu blandarann á hraðastillingu 3 í 15-20 sekúndur.
Taktu könnuna af, tæmdu hana og skolaðu með volgu vatni og þurrkaðu vandlega.
ATHUGIÐ: Til að forðast að skemma blandarann skal ekki setja aðaleiningu blandarans
eða snúru í vatn. Ekki nota hreinsiefni eða svampa sem geta rispað, til að forðast að rispa
blandarann.
3.
Taktu blandarann úr sambandi fyrir þrif. Þurrkaðu af aðaleiningunni, rafmagnssnúrunni og
gírunum fyrir sítruspressuna með volgum, rökum klút og þurrkaðu síðan með mjúkum klút.
4.
Má setja í uppþvottavél, aðeins í efri hillu: Persónuleg kanna, kanna fyrir litla skammta,
lok, hnífar, safapressa, þjappa
Einnig má þvo blandarakönnuna og glerkönnuna í neðri hillunni.
*Fæst sem valkvæður fylgihlutur.
100
, Ílát fyrir safa, karfa fyrir ávaxtakjöt og miðjutappi í loki.
*

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents