Íslenska - IKEA FANTAST User Manual

Hide thumbs Also See for FANTAST:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
ÍSLENSKA
FANTAST er bæði kjötmælir og tímastillir. Til
að skipta á milli virkni þarf að ýta takkanum
aftan á mælinum til hægri fyrir tímastilli og
til vinstri fyrir kjötmæli (COOK).
Svona á að nota tímastillinn
Stillið takkann aftan á tækinu á TIMER.
Skjárinn sýnir mínutur (MIN) og
sekúndur (SEC). Til að stilla mínútur er
ýtt á 2 (sjá mynd). Til að stilla sekúndur
er ýtt á 3 (sjá mynd).
Til að kveikja og slökkva á tímastilli er
ýtt á 1.
Til að núllstilla tímastilli er ýtt á 2 og 3
samtímis.
Svona á að nota kjötmælinn
Stillið takkann aftan á tækinu á COOK.
Tengið snúruna við mælinn á hlið hans.
Snúran þolir allt að 250ºC (480ºF) hita.
Á skjánum sést hitastigið í Celsíus eða
Fahrenheit gráðum. Valið er á milli
hitakvarða með því að ýta á 1 (sjá
mynd).
Til að stilla hitastig þarf að ýta á 2 til að
hækka og 3 til að lækka.
Stingið mælinum á enda snúrunnar í
kjötið sem á að elda. Hitinn á kjötinu
sést þá vinstra megin á skjánum.
Mælirinn gefur svo frá sér hljóð þegar
kjötið nær völdu hitastigi.
Gott að vita
Mest er hægt að stilla tímastillinn
á 99 mínútur og 59 sekúndur.
Hámarkshitastig fyrir kjöthitamælinn er
250°C(480°F).
Hægt er að kveikja á tímastillinum
þótt tími sé ekki valinn fyrirfram (ýtið
á 1). Þá telur hann frá núlli og upp og
gefur ekki hljóðmerki. Þegar hann nær
hámarkstíma byrjar hann aftur frá núlli.
Segull er aftan á tímastillinum/
kjöthitamælinum þannig að hann má
geyma til dæmis á ísskáp.
Gengur fyrir einni AAA LR03 1.5V
rafhlöðu (fylgir ekki).
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi
yfir þýðir að ekki má farga vörunni með
venjulegu heimilissorpi. Vörunni þarf að
skila í endurvinnslu eins og lög gera ráð
fyrir á hverjum stað fyrir sig. Með því að
henda slíkum vörum ekki með venjulegu
heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr
því magni af úrgangi sem þarf að brenna
eða nota sem landfyllingu og lágmarkar
möguleg neikvæð áhrif á heilsu fólks og
umhverfið. Þú færð nánari upplýsingar í
IKEA versluninni.
9

Hide quick links:

Advertisement

Table of Contents
loading

Table of Contents