Góð Ráð - Electrolux HHHB760S User Manual

Table of Contents

Advertisement

Available languages

Available languages

8. GÓÐ RÁÐ
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
8.1 Eldunarílát
Á spanhelluborðum búa sterk
rafsegulsvið til hitann mjög hratt í
eldunarílátum.
Notaðu spanhelluborð með viðeigandi
eldunarílátum.
• Til að koma í veg fyrir ofhitnun og til að
bæta afköst í eldunarhellunum verða
eldunarílát að vera eins þykk og flöt og
mögulegt er.
• Gakktu úr skugga um að botnar á
eldunarílátum séu hreinir og þurrir áður en
þeir eru settir á yfirborð helluborðsins.
• Gættu þessu ávallt að renna ekki eða
nudda eldunarílátum við hornin á glerinu
þar sem kvarnast gæti úr glerinu eða
yfirborð þess orðið fyrir skemmdum.
Efni eldunaríláta
• rétt: steypujárn, glerhúðað stál, ryðfrítt
stál, marglaga botn (með réttum
merkingum frá framleiðanda).
• ekki rétt: ál, kopar, látún, gler, keramik,
postulín.
Eldunarílát virka fyrir spanhelluborð ef:
• vatn sýður mjög fljótlega á hellu sem stillt
er á hæstu hitastillingu.
• segull togar í botninn á eldunarílátinu.
Mál eldunaríláta
• Spanhelluborð aðlaga sig sjálfkrafa að
málum á botni eldunarílátanna.
• Skilvirkni eldunarhellunnar er tengd málum
eldunarílátanna. Eldunarílát með minna
þvermál en uppgefið lágmark fær aðeins
hluta af aflinu sem eldunarhellan
framkallar.
• Af öryggisástæðum og til að ná fram
ákjósanlegri útkomu eldunar skaltu ekki
nota eldunarílát sem eru stærri en gefið er
upp í „Upplýsingar um eldunarhellur".
Forðastu að hafa eldunarílát nálægt
stjórnborðinu á meðan eldun stendur.
46
ÍSLENSKA
Þetta gæti haft áhrif á virkni stjórnborðsins
eða virkjað óvart aðgerðir í helluborðinu.
Sjá „Tæknilegar upplýsingar".
Lok með gufuloftun
Til að fá enn betri útkomu úr elduninni getur
þú notað sérstök lok með gufuloftun fyrir
eldunarílátin þín samhliða gufugleypinum.
Lokin eru hönnuð til að beina gufunni sem
verður til inn í ílátinu beint að gufugleypinum
sem dregur úr óæskilegri lykt frá eldun og
miklum raka í eldhúsinu. Lokin er hægt að
kaupa sérstaklega í nokkrum stærðum sem
passa á flestar algengustu tegundir
eldunaríláta. Fyrir frekari upplýsingar skaltu
heimsækja vefsíðuna okkar.
8.2 Hljóðin við notkun
Ef þú heyrir:
• brakandi hljóð: eldunarílát er samsett úr
mismunandi efnum (samlokusamsetning).
• flautandi hljóð: þú ert að nota eldunarhellu
með miklu afli og eldunarílátið er samsett
úr mismunandi efnum
(samlokusamsetning).
• suð: notkun með miklu afli.
• smellir: rafskipting fer fram.
• hvæsandi, suðandi: viftan er í gangi.
Hljóðin eru eðlileg og gefa ekki til kynna
neina bilun.

Advertisement

Chapters

Table of Contents
loading

Table of Contents