ResMed AirFit N30i User Manual page 60

Hide thumbs Also See for AirFit N30i:
Table of Contents

Advertisement

Available languages
  • EN

Available languages

  • ENGLISH, page 1
• Gríman er ekki ætluð til notkunar með úðalyfjum sem berast í loftveg
grímunnar/slöngunnar.
• Fylgdu öllum varúðarráðstöfunum þegar viðbótarsúrefni er notað.
• Það verður að slökkva á súrefnisflæðinu þegar CPAP eða tveggja þrepa búnaður er ekki
í notkun svo að ónotað súrefni safnist ekki fyrir innan í hólfinu í búnaði og valdi
eldhættu.
• Súrefni er eldnærandi. Súrefnið má ekki nota á meðan reykt er eða nærri opnum eldi.
Aðeins skal nota súrefni í vel loftræstum herbergjum.
• Við súrefnisgjöf á jöfnum hraða er styrkur súrefnis við innöndun breytilegur, háð
stillingum á þrýstingi, öndunarmynstri sjúklingsins, grímu, notkunarstað og gastapi.
Þessi viðvörun á við flestar gerðir CPAP eða tvístigabúnaðar.
VARÚÐ
• Fjarlægið allar umbúðir áður en gríman er notuð.
• Notkun grímu getur valdið eymslum í tönnum, gómi eða kjálka eða aukið á
tannvandamál sem eru til staðar. Leitið ráða hjá lækninum eða tannlækninum ef
einkenni koma í ljós.
• Þegar grímunni er komið fyrir skal gæta þess að herða ekki höfuðfestinguna um of, þar
sem slíkt getur valdið roða eða sárum í kringum púða grímunnar.
• Grímuna skal ekki nota nema kveikt sé á búnaði. Þegar grímunni hefur verið komið
fyrir, skal gæta þess að tækið dæli lofti til að minni hætta sé á enduröndun á
útöndunarlofti.
• Eins og á við um allar grímur getur smávægileg enduröndun átt sér stað við lágan
þrýsting.
• Fylgið ávallt leiðbeiningum um þrif og notið einungis mild fljótandi hreinsiefni.
Tilteknar gerðir hreinsiefna geta skemmt grímuna, íhluti hennar og virkni þeirra, eða
skilið eftir sig skaðlegar gufuleifar. Þrífið grímuna ekki í uppþvottavél eða þvottavél.
• Notið ekki straujárn á höfuðfestingu þar sem hún þolir ekki hita og mun því skemmast.
Athugið: Tilkynna skal öll alvarleg atvik sem upp koma í tengslum við notkun þessarar vöru
til ResMed og lögbærra yfirvalda í viðkomandi landi.
Tæknilýsingar
Samhæfð tæki
Fyrir ítarlegan lista yfir samhæfð tæki fyrir þessa grímu, sjá „Mask/Device Compatibility
List" á ResMed.com/downloads/masks. SmartStop gæti ekki virkað vel þegar þessi gríma
er notuð með sumum CPAP eða tvístiga tækjum.
6

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

Airfit p30i

Table of Contents